Lýðveldi í 80 ár

Góðir lands­menn, inni­lega til ham­ingju með dag­inn. Í dag fögn­um við ekki aðeins þjóðhátíðar­deg­in­um okk­ar held­ur jafn­framt þeim tíma­mót­um að 80 ár eru liðin frá stofn­un lýðveld­is 17. júní 1944.

Ísland hafði þá verið eitt fá­tæk­asta ríki Vest­ur-Evr­ópu. Það þurfti kjark, bar­áttu­hug og trú á framtíð Íslands til að berj­ast fyr­ir full­veld­inu og síðan stofn­un lýðveld­is. Á því var eng­inn skort­ur þegar níu­tíu og átta pró­sent Íslend­inga tóku þátt í þjóðar­at­kvæðagreiðslu um að segja upp sam­bands­laga­samn­ingi við Dani og samþykkja stjórn­ar­skrá í maí 1944. Yf­ir­gnæf­andi meiri­hluti kaus með stofn­un lýðveld­is og nýrri stjórn­ar­skrá.

Lýðveld­is­stofn­un­in grund­vallaðist á hrein­skipt­inni umræðu og lýðræðis­leg­um kosn­ing­um. Rök­ræða, byggð á opn­um skoðana­skipt­um og skýrri framtíðar­sýn, varðaði veg­inn.

Arf­leifð fortíðar er veg­vís­ir framtíðar

Íslenska þjóðin hef­ur í ár­anna rás borið gæfu til að taka ákv­arðanir sem hafa leitt okk­ur jafnt og þétt að auk­inni hag­sæld, fleiri tæki­fær­um og tryggðum mann­rétt­ind­um borg­ar­anna, gild­um sem við stönd­um styrk að baki. Þegar við minn­umst þess­ar­ar arf­leifðar fyrri kyn­slóða er ástæða til að velta fyr­ir sér hvaða arf­leifð við vilj­um skilja eft­ir fyr­ir þá sem hér verða að 80 árum liðnum. Þó við lif­um aðra tíma er grunn­ur fram­far­anna sá sami. Sag­an seg­ir okk­ur að það sem feng­ist hef­ur get­ur glat­ast jafn­h­arðan sé það ekki varðveitt og ógn­irn­ar leyn­ast víða.

Hraði í sam­skipt­um hef­ur auk­ist og at­hygl­in styst að sama marki. Upp­hróp­an­ir og skila­boð í stutt­um mynd­skeiðum eru áber­andi en rúma ekki dýpt flókn­ari mála. Fals­frétt­ir flæða um net­heima í harðri sam­keppni við sann­leik­ann og oft skort­ir gagn­rýna hugs­un til að greina þar á milli. Mál­efna­leg umræða sem er for­senda hins virka lýðræðis á víða í vök að verj­ast.

Sums staðar er bein­lín­is ráðist gegn grunnstoðum lýðræðis­ins. Í Evr­ópu reka Rúss­ar blóðugt inn­rás­ar­stríð gegn sjálf­stæðu ríki, bæði á eig­in­leg­um víg­velli og á sviði upp­lýs­inga­hernaðar, fals­frétta og áróðurs­stríðs þar sem við sjá­um hinar myrku hliðar nýrr­ar tækni. Slík­um til­b­urðum þarf að mæta af festu. Það er skylda okk­ar að huga enn bet­ur að eig­in vörn­um og styðja við banda­menn í vörn­um sín­um, rétt eins og við ætl­umst til að þeir gerðu væri á okk­ur ráðist. Það er ekki gagn­kvæmt úti­lok­andi að vera friðelsk­andi þjóð ann­ars veg­ar og að verja þau gildi sem til­vist okk­ar grund­vall­ast á hins veg­ar.

Gleðjumst og njót­um dags­ins

Við tök­umst á um þjóðfé­lags­mál­in dag hvern, líkt og eðli­legt er. Í dag, þegar fán­inn okk­ar er dreg­inn að húni um land allt, skul­um við hins veg­ar standa sam­an um allt það sem við Íslend­ing­ar get­um verið stolt af. Það er ekki aðeins sjálf­stæði okk­ar, full­veldi og lýðræðis­hefð held­ur sömu­leiðis okk­ar auðugi menn­ing­ar­arf­ur og ís­lenska tung­an, lyk­ill­inn að þeim auðæfum. Þjóðhátíðardag­ur­inn er okk­ur ár­leg áminn­ing um að varðveita ís­lensk­una, því án henn­ar miss­um við tengsl við það sem bind­ur okk­ur sam­an og ein­kenn­ir sem þjóð.

Í til­efni lýðveldisaf­mæl­is­ins höf­um við leitað fanga víða í ís­lensk­um menn­ing­ar­arfi og fjall­kon­an þar verið í lyk­il­hlut­verki. Fjall­kon­an flyt­ur ljóð sitt á Aust­ur­velli í dag, en auk þess er bók­in „Fjall­kon­an – móðir vor kær“ gjöf til Íslend­inga á af­mælis­ár­inu. Fjall­kon­an er tákn­gerv­ing­ur Íslands sem minn­ir okk­ur á sögu lands og þjóðar, og hvet­ur til sam­heldni og friðar. Kór­ar hafa æft nýtt hátíðarlag um land allt, göng­ur með ferðafé­lög­um hafa verið skipu­lagðar víðs veg­ar í til­efni hátíðar­árs­ins – stund­um und­ir kór­söng – og við höf­um fengið hingað Lögréttutjöld­in svo­kölluðu til sýn­ing­ar á Þjóðminja­safn­inu, svo fátt eitt sé nefnt.

Glæsi­leg hátíðardag­skrá fer fram í dag, jafnt í höfuðborg­inni sem öðrum sveit­ar­fé­lög­um lands­ins í fram­haldi af hátíðar­höld­um í blíðunni á Þing­völl­um um liðna helgi.

Ég hvet Íslend­inga alla til að koma sam­an, gleðjast og njóta dags­ins. Það er ærið til­efni til.

Bjarni Benediktsson
formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra


Greinin birtist í Morgunblaðinu 17. júní 2024.


Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri | Geislagötu 5 | Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson | XD-AK | XD-Norðaustur