Kerfið sem át einstaklinginn

Heil­brigðis­stofn­un Norður­lands (HSN) rek­ur einu heilsu­gæsl­una sem starf­rækt er á Ak­ur­eyri. Þó hús­næðið sé nýtt og glæsi­legt var það orðið of lítið áður en það var tekið í notk­un, en það er vegna þess fjölda sem heilsu­gæsl­an þjón­ust­ar. Fyr­ir nokkr­um árum tók þáver­andi heil­brigðisráðherra þá ákvörðun að fyr­ir Ak­ur­eyri og nærsveit­ir þyrfti að halda úti tveim­ur heilsu­gæslu­stöðvum. En síðan þá hafa hringl og vand­ræði varðandi staðsetn­ingu og útboð fram­kvæmd­anna þvælst fyr­ir upp­bygg­ingu á seinni heilsu­gæsl­unni. Ekk­ert hent­ugt hús­næði er í sjón­máli. Ein heilsu­gæslu­stöð er rek­in fyr­ir rúm­lega 20 þúsund ein­stak­linga.

Þró­un­in á sér stað

Tveir heim­il­is­lækn­ar sem starfað höfðu lengi á HSN á Ak­ur­eyri réðu sig fyrr í vet­ur til starfa hjá Heilsu­gæsl­unni Urðar­hvarfi í Kópa­vogi. Þau vildu þó áfram búa á Ak­ur­eyri og þjón­usta stór­an skjól­stæðinga­hóp sinn sem tel­ur um 1.000 ein­stak­linga bú­setta á Ak­ur­eyri. Í fyrstu veittu þeir þjón­ustu frá aðstöðu sinni á Lækna­stof­um Ak­ur­eyr­ar en Sjúkra­trygg­ing­ar Íslands (SÍ) kröfðust þess að þau störfuðu ein­ung­is í Urðar­hvarfi. Nú þjón­usta heim­il­is­lækn­arn­ir skjól­stæðinga sína með aðstoð tækn­inn­ar eða þá að bæði lækn­arn­ir og skjól­stæðing­arn­ir fara suður til að hitt­ast þar í Kópa­vogi. Þá hef­ur heilsu­gæsl­an ný­lega til­kynnt kaup á vitj­ana­bíl lækn­is þar sem heim­ilt er að vitja skjól­stæðinga á heim­ili sínu.

For­svars­menn heilsu­gæsl­unn­ar hafa ít­rekað óskað eft­ir sam­tali við SÍ frá því í mars til að leysa þessa furðulegu stöðu þar sem lækn­un­um er meinað að starfa á starfs­stöð á Ak­ur­eyri en er­ind­inu hef­ur ekki enn verið svarað. Þetta er spurn­ing um að veita fólki nauðsyn­lega heil­brigðisþjón­ustu því ekki verður við þetta ástand lengi unað.

Kredd­ur og póli­tík

Það er því ekki óeðli­legt að for­svars­menn heilsu­gæsl­unn­ar velti því fyr­ir sér hvort kredd­ur um einka­rekst­ur í heil­brigðis­kerf­inu og póli­tísk­ar skoðanir heil­brigðis­yf­ir­valda séu að þvæl­ast fyr­ir því að eitt­hvað þok­ist áfram í þess­um mál­um.

Á Alþingi hef ég, ásamt þing­mönn­um þing­flokks Sjálf­stæðis­flokks­ins, ít­rekað lagt fram þings­álykt­un­ar­til­lögu þess efn­is að heil­brigðisráðherra feli Sjúkra­trygg­ing­um Íslands að fara í útboð á ann­arri heilsu­gæsl­unni sem til stend­ur að opna á Ak­ur­eyri.

Í frétta­til­kynn­ingu frá HSN hinn 18. októ­ber 2023 kom fram að HSN og heil­brigðisráðuneyti ætli sam­eig­in­lega að gera grein­ingu á því hvort hyggi­legt sé að stofn­un­in reki báðar stöðvarn­ar eða hvort rekst­ur annarr­ar þeirr­ar verði boðinn út. Þetta kom mér ánægju­lega á óvart svo ég fylgdi þessu eft­ir í mars með fyr­ir­spurn til heil­brigðisráðherra um fram­vindu grein­ing­ar­inn­ar. Mik­il voru von­brigðin þegar svarið leiddi í ljós að eng­in ákvörðun hafði verið tek­in af hálfu ráðherra að bjóða út rekst­ur­inn og því eng­in grein­ing far­in af stað, þrátt fyr­ir fyrri fyr­ir­heit.

Heil­brigðis­kerfi fyr­ir alla

Það er mik­il­vægt að stjórn­völd standi ekki í vegi fyr­ir fjöl­breytt­um at­vinnu­tæki­fær­um fyr­ir fag­menntað heil­brigðis­starfs­fólk svo við miss­um ekki dýr­mæta þekk­ingu og reynslu af svæðinu eða jafn­vel úr land­inu. Auk þess þarf að tryggja að all­ir hér njóti framúrsk­ar­andi heil­brigðisþjón­ustu og að kerfið bjóði upp á raun­veru­legt val­frelsi ein­stak­ling­anna til að skrá sig á þá heilsu­gæslu­stöð sem þeim hent­ar.

Ein­stak­ling­ur­inn á að vera hjartað í heil­brigðis­kerf­inu okk­ar. En hér virðist sem um 1.000 skjól­stæðing­ar séu al­gjört auka­atriði í skipu­lagi þjón­ust­unn­ar sem er miðuð að kerf­inu en ekki ein­stak­ling­un­um.

Að lok­um skora ég á heil­brigðisráðherra að gera það sem rétt er í þessu fyr­ir þá fjöl­mörgu ein­stak­linga sem hér eru und­ir og bjóða út rekst­ur annarr­ar heilsu­gæsl­unn­ar á Ak­ur­eyri taf­ar­laust.


Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri | Geislagötu 5 | Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson | XD-AK | XD-Norðaustur