Allar fréttir

Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 19,4% á landsvísu - 15% í Norðausturkjördæmi

Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 19,4% á landsvísu - 15% í Norðausturkjördæmi

Úrslit liggja nú fyrir í alþingiskosningunum 2024. Á landsvísu hlaut Sjálfstæðisflokkurinn 41.143 atkvæði - 19,4% og 14 þingmenn kjörna á Alþingi Íslendinga, tveimur færri en í kosningunum 2021. Hér í Norðausturkjördæmi hlaut Sjálfstæðisflokkurinn tvo þingmenn kjörna; Jens Garðar Helgason og Njál Trausta Friðbertsson - 3.652 atkvæði, 15%. Við þökkum kærlega þeim sem studdu flokkinn hér í Norðausturkjördæmi og lögðu sitt af mörkum í kosningabaráttunni til að tryggja áfram inn tvo þingmenn.

Rafræn kosningaútgáfa af Íslendingi

Rafræn kosningaútgáfa af Íslendingi

Rafræn útgáfa af Íslendingi, blaði Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, hefur verið gefin út í tilefni alþingiskosninganna á laugardag. Þar eru greinar eftir efstu frambjóðendur á lista flokksins, myndir úr kosningabaráttunni - upplýsingar um kosningakaffi og kosningavökur og önnur mikilvæg atriði sem tengjast kosningunum.

Bæjarmálafundur 2. desember

Bæjarmálafundur 2. desember

Bæjarmálafundur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri verður haldinn í Geislagötu 5 mánudaginn 2.desember kl. 17:30 í Geislagötu 5, 2. hæð (gengið inn að norðan). Rætt um helstu áherslur í fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2025-2028 og breytingar milli umræðna (seinni umræða fer nú fram í bæjarstjórn), farið yfir úrslit alþingiskosninga 30. nóvember sl. og helstu mál á dagskrá bæjarstjórnarfundar. Allir velkomnir - heitt á könnunni.

Alþingiskosningar í dag - upplýsingar um kjörstaði, kosningakaffi og kosningavökur

Alþingiskosningar í dag - upplýsingar um kjörstaði, kosningakaffi og kosningavökur

Alþingiskosningar fara fram í dag. Hér má finna upplýsingar um kjörstaði í kjördæminu, kosningakaffi og kosningavökur Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Hér á Akureyri er venju samkvæmt kosið í Verkmenntaskólanum kl. 9:00 til 22:00. Kosningakaffi verður í Geislagötu 5 milli kl. 10:00 og 17:00 og kosningavaka verður þar frá kl. 21:30.

Pizzahádegi Varðar, fus á Akureyri, 27. nóvember

Pizzahádegi Varðar, fus á Akureyri, 27. nóvember

Pizzahádegi Varðar verður haldið miðvikudaginn 27. nóvember kl. 11:30-13 á kosningaskrifstofunni í Geislagötu 5, jarðhæð. Pizzur í boði Varðar, fus á Akureyri. Hlökkum til að sjá ykkur!

Ræðum kosningamálin við Berglindi Hörpu og Telmu Ósk 26. nóvember

Ræðum kosningamálin við Berglindi Hörpu og Telmu Ósk 26. nóvember

Málfundafélagið Sleipnir boðar til funda með efstu frambjóðendum á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi til að ræða kosningamálin á kosningaskrifstofunni í Geislagötu 5. Berglind Harpa Svavarsdóttir, varaþingmaður og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi, og Telma Ósk Þórhallsdóttir, háskólanemi, sem skipa 3. og 5. sætið, verða gestir á fundi þriðjudaginn 26. nóvember kl. 18:00. Allir velkomnir - heitt á könnunni

Kótilettukvöld Sjálfstæðisflokksins 27. nóvember

Kótilettukvöld Sjálfstæðisflokksins 27. nóvember

Kótilettukvöld Sjálfstæðisflokksins verður haldið í Golfskálanum á Akureyri miðvikudaginn 27. nóvember. Heiðursgestur kvöldsins er Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Frambjóðendur þjóna til borðs. Húsið opnar klukkan 18:00 og borðhald hefst klukkan 19:00.

Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  | Aðsetur: Kaupangi v/Mýrarveg  |  Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-Ak á facebook