Sjálfstćđisflokkurinn í stjórnarandstöđu

Önnur ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar var leyst frá störfum á ríkisráđsfundi á Bessastöđum nú síđdegis. Hún hafđi ţá setiđ frá 9. apríl sl. og sem starfsstjórn síđan um miđjan október ţegar ţing var rofiđ. 

Sjálfstćđisflokkurinn fer nú í stjórnarandstöđu eftir ellefu og hálfs árs samfellda stjórnarsetu, fyrst í stjórn međ Framsóknarflokki 2013-2017, međ Viđreisn og Bjartri framtíđ 2017 og međ Framsóknarflokki og VG frá 2017.

Ađ baki er áratugur krefjandi verkefna viđ stýriđ í ríkisstjórn međ fjölţćttum árangri og framförum á örlagatímum jafnt í íslensku samfélagi og á alţjóđavísu. Bjarni Benediktsson er eini ráđherra Sjálfstćđisflokksins sem hefur setiđ í ríkisstjórn í gegnum ţessa samfelldu stjórnarsetu, lengst af sem fjármálaráđherra í áratug en tvívegis forsćtisráđherra í tćpt ár. Bjarni hefur veriđ formađur Sjálfstćđisflokksins frá árinu 2009.

Nú tekur viđ völdum ríkisstjórn Samfylkingar, Viđreisnar og Flokks fólksins. Sjálfstćđisflokkurinn leiđir nú stjórnarandstöđu međ fjórtán ţingmenn og mun halda nýrri ríkisstjórn viđ efniđ og veita henni nauđsynlegt ađhald. Ekki veitir af miđađ viđ stjórnarsáttmálann sem vekur fleiri spurningar um ađgerđir og efndir en svör.


Svćđi

Sjálfstćđisflokkurinn á Akureyri  | Ađsetur: Kaupangi v/Mýrarveg  |  Ritstjóri Íslendings: Stefán Friđrik Stefánsson  |  XD-Ak á facebook