Flýtilyklar
Njáll Trausti verður formaður fjárlaganefndar Alþingis
Njáll Trausti Friðbertsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, tók við formennsku í fjárlaganefnd Alþingis í dag. Njáll Trausti hefur setið í fjárlaganefnd nær samfellt frá 2017 og var varaformaður í nefndinni síðastliðið rúmt ár.
Njáll Trausti verður áfram formaður Íslandsdeildar Nató-þingsins og situr í umhverfis- og samgöngunefnd. Hefð er fyrir því að sá flokkur sem fer með fjármálaráðuneytið hafi ekki formennsku í fjárlaganefnd - þessi breyting er tengd mannaskiptum í ríkisstjórn í vor. Stefán Vagn Stefánsson, fráfarandi formaður, tekur því við varaformennsku.
Diljá Mist Einarsdóttir sem gegnt hefur formennsku í utanríkismálanefnd færir sig yfir í efnahags- og viðskiptanefnd þingsins og tekur við formennsku þar.