Flýtilyklar
Jón Þór Kristjánsson kjörinn formaður Sjálfstæðisfélags Akureyrar
Jón Þór Kristjánsson var kjörinn formaður Sjálfstæðisfélags Akureyrar á aðalfundi félagsins í gærkvöldi. Jón Þór er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, skipaði fjórða sæti á framboðslista flokksins í síðustu alþingiskosningum.
Auk Jóns Þórs voru kjörin í aðalstjórn: Fannberg Jensen, Sara Halldórsdóttir, Vilmundur Aðalsteinn Árnason og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson. Í varastjórn voru kjörin: Svava Þ. Hjaltalín, Ragnar K. Ásmundsson, Daníel Sigurður Eðvaldsson, Hafþór Hermannsson og Ásgeir Högnason.
Nýkjörinni stjórn Sjálfstæðisfélags Akureyrar er óskað velfarnaðar í störfum sínum á starfsárinu.