Flýtilyklar
Fundur um öryggis- og varnarmál á norðurslóðum 25. janúar
Málfundafélagið Sleipnir boðar til fundar um öryggis- og varnarmál í Geislagötu 5, 2. hæð (gengið inn að norðan) fimmtudaginn 25. janúar kl. 17:00. Fyrr um daginn fer fram málþing Varðbergs, Norðurslóðanetsins og Háskólans á Akureyri um sama efni milli kl. 13:00-16:00 í sal M101 í Háskólanum.
Á fundi okkar verður rætt um öryggisþróun á Norðurlöndum og farið yfir hvaða áhrif árásarstríð Rússlands í Úkraínu hafi á samstarf ríkja á norðurslóðum, hvaða afleiðingar séu af aukinni hernaðaruppbyggingu Rússlands á norðurslóðum og hvaða afleiðingar verði af aðild Finna og væntanlega Svía að Atlantshafsbandalaginu á langtímasamstarf ríkja á Norðurslóðum.
Davíð Stefánsson, formaður Varðbergs, kynnir félagið í upphafi fundar og málþingið sem fram fór fyrr um daginn. Að því loknu munu Njord Wegge, prófessor við Norska varnarmálaháskólann, og Matthew Bell, skólastjóri við Ted Stevens Center for Arctic Security Studies, flytja framsögu og svara fyrirspurnum.
Fundarstjóri: Njáll Trausti Friðbertsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi og formaður Íslandsdeildar Nató-þingsins.
Umræður munu fara fram á ensku en farið yfir umræður á íslensku eftir því sem þurfa þykir.
Allir velkomnir - heitt á könnunni.
Málfundafélagið Sleipnir