Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar við embætti sýslumannsins á Norðurlandi eystra og á Austurlandi hófst 7. nóvember:
-
Akureyri, Strandgötu 16 (Icewear við Oddeyrarskála), virka daga kl. 10.00-18.00. Um helgar kl. 11:00 til 15:00. Á kjördag kl. 10:00 til 17:00.
-
Húsavík, Útgarði 1, virka daga kl. 9.00-17.00 en um helgar kl. 10.00-13.00 og á kjördag kl. 10.00 til 12.00.
-
Siglufjörður, Gránugötu 6, mánudaga til fimmtudaga kl. 9.00-17.00, um helgar kl. 10.00-13.00 og á kjördag kl. 10.00-12.00.
-
Þórshöfn, Langanesvegi 2, virka daga kl. 10:00-17:00 og um helgar kl. 10.00-13.00
-
Egilsstaðir, Lyngás 15, virka daga frá kl. 9:00-17:00. Um helgar frá 10:00-13:00.
Á kjördag frá kl. 10:00-14:00. -
Eskifjörður, Strandgata 52, virka daga frá kl. 9:00-17:00. Um helgar frá 10:00-13:00.
-
Seyðisfjörður, Bjólfsgata 7, mánudaga til fimmtudaga kl. 9:00-15:00 en föstudaga kl. 9:00-14.00. Á kjördag frá kl. 14:00-16:00.
-
Vopnafjörður, Lónabraut 2, mánudaga til fimmtudaga kl. 9:00-15:00 en föstudaga kl. 9:00-14:00. Um helgar frá 10:00-13:00. Á kjördag frá kl. 11:00 – 14:00.
Hægt verður að kjósa á skrifstofu sveitarfélagsins Múlaþings á Djúpavogi og á Borgarfirði eystri frá og með mánudeginum 18. nóvember 2024 til og með 29. nóvember 2024 sem hér segir:
-
Djúpivogur, Bakka 1, mánudaga til fimmtudaga kl. 10:00-14:00 en föstudaga kl. 10:00-12:00.
-
Borgarfjörður eystri – Hreppstofa, mánudaga til fimmtudaga kl. 10:00-14:00 en föstudaga kl. 10:00-12:00.
-
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer einnig fram í samstarfi við sveitarfélögin:
-
Dalvíkurbyggð: Ráðhúsinu, 2. hæð, virka daga kl. 10:00 - 12:00.
-
Grýtubakkahreppur: Túngötu 3, Grenivík, þriðjudaga til fimmtudaga kl. 10:00 - 15:00.
-
Þingeyjarsveit: Stjórnsýsluhús Litlu-Laugum, miðvikudaga og föstudaga kl. 11:00 - 14:00.
-
Mývatnssveit: Íþróttamiðstöðinni í Reykjahlíð, fimmtudaga kl. 11-14.
-
Raufarhöfn: Skrifstofu Norðurþings, Aðalbraut 23, virka daga kl. 10:00 - 12:00, eða skv. samkomulagi.
-
Kópasker: Skrifstofu Norðurþings, Bakkagötu 10, dagana 15., 27. og 29. nóvember kl. 10:00 - 16:00.
-
Hrísey: Skrifstofu Akureyrarbæjar, Hlein, virka daga kl. 10:00 - 12:00.
-
Grímsey: Skrifstofu kjörstjóra, Önnu Maríu Sigvaldadóttur, skv. samkomulagi.
Kjósendur skulu hafa meðferðis gild persónuskilríki (ökuskírteini, vegabréf eða nafnskírteini).
Unnt er að framvísa rafrænu ökuskírteini.
Upplýsingar um lengri opnunartíma og fleiri kjörstaði nánar auglýst síðar. Á vefsíðunni www.kosning.is að finna nánari upplýsingar og ýmis eyðublöð.
Atkvæðagreiðsla á heilbrigðis- og öldrunarstofnunum verður auglýst innan hlutaðeigandi stofnana og á www.syslumenn.is. Ósk um atkvæðagreiðslu í heimahúsi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar, skal berast eigi síðar en fimmtudaginn 28. nóvember kl. 10:00.
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu:
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar við embætti Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu fer eingöngu fram í Holtagörðum á 1. hæð.
7. nóvember - 17. nóvember kl. 10:00 - 18:00
18. nóvember - 29. nóvember kl. 10:00 - 22:00
Á kjördag laugardaginn 30. nóvember verður opið frá kl. 10:00 - 17:00 fyrir kjósendur sem ekki geta sótt kjörfund. Kjósendur skulu hafa meðferðis gild persónuskilríki (ökuskírteini, vegabréf eða nafnskírteini). -
Leiðbeiningar fyrir kjósendur og upplýsingar um kjörstaði má nálgast á vef stjórnarráðsins; https://island.is/s/syslumenn/kosning-utan-kjoerfundar
Utankjörfundarskrifstofa Sjálfstæðisflokksins er í Valhöll og þangað má leita eftir upplýsingum og aðstoð í síma 8203040 eða á netfangið utank@xd.is. Þangað má einnig senda utankjörfundaratkvæði í sendiumslögum merktum kjósanda, við komum þeim í rétt kjördæmi. Verkefnisstjóri utankjörfundarskrifstofu er Sigríður Erla Sturludóttir.
Spurt og svarað varðandi kjósendur með lögheimili erlendis
Hvar get ég kosið?
- Kjósendur með lögheimili erlendis geta kosið í sendiráðum og hjá ræðismönnum erlendis. Sjá upplýsingar á vef utanríkisráðuneytisins; https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2024/10/21/Utankjorfundaratkvaedagreidsla-erlendis-vegna-Althingiskosninga-30.-november-2024/
- Kjósendur sem staddir á Íslandi á tímabilinu 7. nóvember – 30. nóvember geta einnig kosið hjá sýslumönnum og á utankjörfundarkjörstöðum.
- Kjósendur eru minntir á að hafa skilríki með sér á kjörstað.
Hvernig veit ég hvort ég sé á kjörskrá og hvert lendir atkvæði mitt?
- Kjörskrá hefur verið birt, sjá upplýsingar á vef Þjóðskrár; https://www.skra.is/folk/kjorskra-og-kosningar/
- Atkvæði kjósenda með erlent lögheimili, sem búið hafa skemur en 16 ár erlendis, talið frá 1. desember næstum fyrir kjördag, lendir í því kjördæmi sem kjósandi var síðast með lögheimili skráð á Íslandi.
- Ef kjósandi var síðast með lögheimili á Íslandi fyrir innan við 16 árum, talið frá 1. desember næstum fyrir kjördag, er hann enn á kjörskrá.
- Ef kjósandi hefur aldrei átt lögheimili á Íslandi getur hann ekki kært sig inn á kjörskrá.
Hvernig fer utankjörfundaratkvæðagreiðsla fram?
- Kjósandi þarf alltaf að gera grein fyrir sér með löggiltum persónuskilríkjum; vegabréfi, ökuskírteini eða nafnskírteini, til þess að fá kjörgögn afhent.
- Kjörgögn eru; kjörseðil, kjörseðilsumslag, fylgibréf og sendiumslag.
- Kjörseðil er alveg auður. Á hann skrifar eða stimplar kjósandi D
- Kjörseðillinn fer í kjörseðilsumslagið og skal það límt aftur og ekkert er skrifað á það.
- Því næst fyllir kjósandi út fylgibréfið og undirritar það í viðurvist kjörstjóra sem vottar atkvæðagreiðsluna.
- Kjörseðilsumslagið og fylgibréfið fara saman í sendiumslag sem fylgir kjörgögnum. Á framhlið þess skal rita heimilisfang sýslumanns eða kjörstjórnar sem viðkomandi telur sig vera á kjörskrá hjá. Á bakhlið skal alltaf rita nafn, kennitölu og lögheimili kjósanda líkt og fram kemur á umslagi.
- Ef atkvæðagreiðslan fer fram í kjördæmi kjósanda, býðst að skilja atkvæðið eftir í kjörkassa.
- Ef kjósandi greiðir atkvæði í öðru umdæmi eða erlendis, annast hann sjálfur sendingu atkvæðis síns til sýslumanns eða kjörstjórnar sem hann telur sig vera á kjörskrá hjá eða til Sjálfstæðisflokksins - utankjörfundarskrifstofu , Háaleitisbraut 1, 105 RVK og kosningaskrifstofa okkar um land allt. Við komum atkvæðum til skila í rétt kjördæmi fyrir lokun kjörstaða á kjördag.
- Samkvæmt lögum er kjörstjóra skylt, ef kjósandi óskar þess, að koma bréfinu í póst á kostnað kjósanda en við ráðleggjum fólki að koma atkvæði sínu sjálft til skila með skráðum pósti svo öruggt sé að það berist í tæka tíð og óskráðum pósti ef tíminn er skammur.
- Atkvæðisbréfið þarf að hafa borist kjörstjórn eða í einhverja kjördeild í kjördæmi kjósanda fyrir lokun kjörstaða á kjördag.