Sigurjón Jóhannesson (3. sćti)

Sigurjón Jóhannesson, sviđsstjóri og varabćjarfulltrúi, gefur kost á sér í 3. sćti í röđun Sjálfstćđisflokksins á Akureyri 3. febrúar nk.

Sigurjón fćddist 23. júní 1966 í Reykjavík, en ólst upp á Patreksfirđi og bjó á námsárum í Stykkishólmi og Reykjavík. Sigurjón lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Ísafirđi 1986 og prófi í rafmagnsverkfrćđi frá Háskóla Íslands 1991. 

Sigurjón hefur búiđ og starfađ á Akureyri frá árinu 1991, ađ undanskilinni námsdvöl í Freiburg í Ţýskalandi veturinn 2006-2007. Sigurjón var umdćmisverkfrćđingur Pósts og síma á Norđurlandi á árunum 1991-1996 og síđan svćđisstjóri á ađgangsneti Símans á Norđur- og Austurlandi til 2006. Frá árinu 2007 hefur Sigurjón starfađ hjá verkfrćđistofunni Raftákni á Akureyri.

Sigurjón var á námsárum sínum í Reykjavík í stjórn Vöku, félags lýđrćđissinnađra stúdenta og í stúdentaráđi Háskóla Íslands, fyrst sem varamađur og síđan ađalmađur. Sigurjón hefur setiđ í stjórn Norđurlandsdeildar Verkfrćđingafélags Íslands, m.a. sem formađur, foreldraráđi Oddeyrarskóla og stjórn körfuknattleiksdeildar Ţórs.

Sigurjón hefur veriđ varabćjarfulltrúi Sjálfstćđisflokksins á Akureyri og setiđ í skipulagsráđi frá árinu 2014, en hafđi áđur setiđ í heilbrigđisnefnd Norđurlands eystra. Sigurjón var gjaldkeri fulltrúaráđs sjálfstćđisfélaganna á Akureyri 2013-2017 og varaformađur Sjálfstćđisfélags Akureyrar 2013-2014.

Sigurjón er kvćntur Guđnýju Ţ. Kristmannsdóttur, listmálara, og eiga ţau soninn Jóhannes Ágúst.

Svćđi

Sjálfstćđisflokkurinn á Akureyri  | Ađsetur: Kaupangi v/Mýrarveg  |  Ritstjóri Íslendings: Stefán Friđrik Stefánsson  |  XD-Ak á facebook