Prófkjör 2022



Sex einstaklingar gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor.

Frambjóðendur eru eftirtaldir í stafrófsröð: 

Heimir Örn Árnason, deildarstjóri
(1. sæti)
Lára Halldóra Eiríksdóttir, grunnskólakennari og varabæjarfulltrúi
(2. - 3. sæti)
Hildur Brynjarsdóttir, þjónustufulltrúi
(2. sæti)
Þórhallur Harðarson, framkvæmdastjóri og varabæjarfulltrúi
(4. sæti)
Ketill Sigurður Jóelsson, verkefnastjóri
(1. - 2. sæti)
Þórhallur Jónsson, bæjarfulltrúi
(1. - 3. sæti)


Prófkjörið fer fram í Brekkuskóla laugardaginn 26. mars nk. kl. 10:00 til 18:00 - kosið verður um fjögur efstu sæti framboðslistans. Þátttaka er heimil öllum flokksbundnum sjálfstæðismönnum í sveitarfélaginu og þeim sem ganga í Sjálfstæðisflokkinn.

Utankjörfundarkosning í prófkjörinu fer fram í Kaupangi fimmtudaginn 17. mars kl. 15:30 til 18:30, laugardaginn 19. mars kl. 10:00 til 14:00 og fimmtudaginn 24. mars kl. 15:30 til 18:30 og í Valhöll virka daga kl. 10:00 til 16:00.

 


Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins á Akureyri


Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  |  Geislagötu 5   |   Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-AK á facebook  |  XD-NA á facebook