Fréttir

Bæjarmálafundur 5. júní

Bæjarmálafundur 5. júní

Bæjarmálafundur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri fer fram á teams hópspjallkerfinu mánudaginn 5. júní klukkan 17:30. Rætt um td kosningu í embætti, skipulagsmál, reglur um lokun gatna, aðgengi barna að æskulýðsstarfi, skjalastefnu Akureyrarbæjar og starfslaun listamanna. Allir velkomnir.

Bæjarmálafundur 15. maí

Bæjarmálafundur 15. maí

Bæjarmálafundur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri verður haldinn á veitingastaðnum EYR (aðalsal) mánudaginn 15. maí kl. 17:30. Rætt td um uppbyggingu á KA-svæðinu, skipulagsmál og stöðuna á þriðja áfanga Blöndulínu. Allir velkomnir - heitt á könnunni.

Fundur með Guðlaugi Þór um orkuskiptin 16. maí

Fundur með Guðlaugi Þór um orkuskiptin 16. maí

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, býður til opins fundar um orkuskipti með áherslu á hlutverk vindorku. Fundurinn fer fram á Hótel KEA, Akureyri þriðjudaginn 16. maí kl. 19:30.

Óheilindi hverra?

Óheilindi hverra?

Ragnar Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð og varaþingmaður, skrifar um málefni Reykjavíkurflugvallar og bendir á að þögn margra sveitarstjórnarmanna Framsóknarflokksins sé hrópandi og mikið stílbrot gagnvart þeim samhljómi sem hingað til hefur ríkt.

Varaflugvallagjaldið og uppbygging flugvallakerfisins

Varaflugvallagjaldið og uppbygging flugvallakerfisins

Njáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, skrifar um varaflugvallagjaldið og uppbyggingu flugvallakerfisins í ljósi þess að lagt hafi verið fram á þingi frumvarpi um uppbyggingu og rekstur flugvalla og þjónusta við flugumferð sem tryggi flugöryggi.

Tilefni til að afnema ríkiseinokun

Tilefni til að afnema ríkiseinokun

Berglind Ósk Guðmundsdóttir, alþingismaður, skrifar um nýja stofnun, Mennta- og skólaþjónustustofu, sem kemur í stað Menntamálastofnunar. Mikilvægt sé að nýta tækifærið til breytinga á útgáfustarfsemi í menntamálum og afnema einokun ríkisins á útgáfu námsgagna, menntun barnanna okkar til heilla.

Berglind Ósk verður 2. varaformaður atvinnuveganefndar

Berglind Ósk verður 2. varaformaður atvinnuveganefndar

Berglind Ósk Guðmundsdóttir, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, verður 2. varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis í fæðingarorlofi Hildar Sverrisdóttur.

Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  |  Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-AK á facebook  |  XD-NA á facebook