Flýtilyklar
Fréttir
Bæjarmálafundur 5. júní
04.06.2023 |
Bæjarmálafundur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri fer fram á teams hópspjallkerfinu mánudaginn 5. júní klukkan 17:30. Rætt um td kosningu í embætti, skipulagsmál, reglur um lokun gatna, aðgengi barna að æskulýðsstarfi, skjalastefnu Akureyrarbæjar og starfslaun listamanna. Allir velkomnir.
Bæjarmálafundur 15. maí
12.05.2023 |
Bæjarmálafundur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri verður haldinn á veitingastaðnum EYR (aðalsal) mánudaginn 15. maí kl. 17:30. Rætt td um uppbyggingu á KA-svæðinu, skipulagsmál og stöðuna á þriðja áfanga Blöndulínu. Allir velkomnir - heitt á könnunni.
Fundur með Guðlaugi Þór um orkuskiptin 16. maí
09.05.2023 |
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, býður til opins fundar um orkuskipti með áherslu á hlutverk vindorku. Fundurinn fer fram á Hótel KEA, Akureyri þriðjudaginn 16. maí kl. 19:30.
Óheilindi hverra?
07.05.2023 |
Ragnar Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð og varaþingmaður, skrifar um málefni Reykjavíkurflugvallar og bendir á að þögn margra sveitarstjórnarmanna Framsóknarflokksins sé hrópandi og mikið stílbrot gagnvart þeim samhljómi sem hingað til hefur ríkt.
Varaflugvallagjaldið og uppbygging flugvallakerfisins
05.05.2023 |
Njáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, skrifar um varaflugvallagjaldið og uppbyggingu flugvallakerfisins í ljósi þess að lagt hafi verið fram á þingi frumvarpi um uppbyggingu og rekstur flugvalla og þjónusta við flugumferð sem tryggi flugöryggi.
Tilefni til að afnema ríkiseinokun
03.05.2023 |
Berglind Ósk Guðmundsdóttir, alþingismaður, skrifar um nýja stofnun, Mennta- og skólaþjónustustofu, sem kemur í stað Menntamálastofnunar. Mikilvægt sé að nýta tækifærið til breytinga á útgáfustarfsemi í menntamálum og afnema einokun ríkisins á útgáfu námsgagna, menntun barnanna okkar til heilla.
Berglind Ósk verður 2. varaformaður atvinnuveganefndar
03.05.2023 |
Berglind Ósk Guðmundsdóttir, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, verður 2. varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis í fæðingarorlofi Hildar Sverrisdóttur.