Ungt fólk, geđheilbrigđi og atvinnulífiđ

Skýrt ákall um ađ setja geđheilbrigđi í forgang hefur nýveriđ lyft ţessum mikilvćgu málum upp í umrćđunni. Óhugnanleg tölfrćđi í málaflokknum liggur fyrir. Samt virđast stjórnvöld láta ţessi mál sér í léttu rúmi liggja. Viđ höfum heyrt fögur fyrirheit stjórnvalda um stóraukna geđheilbrigđisţjónustu en hver er stađan? Miđar ţessum málum raunverulega eitthvađ áfram

Sterk félagasamtök

Gríđarlega mörg öflug samtök vinna markvisst ađ ţví ađ vekja athygli á geđheilbrigđismálum og er ungt fólk í einhverjum tilvikum í fararbroddi fyrir slíkum herferđum. Má nefna til dćmis Geđhjálp sem nýlega stóđ fyrir áberandi herferđ um áskorun til stjórnvalda og samfélagsins ađ setja geđheilsu í forgang. Ţá efla önnur félög frćđslu um geđheilbrigđi, geđraskanir og úrrćđi, t.d. Geđfrćđslufélagiđ Hugrún, sem stofnađ var af nemendum Háskóla Íslands.

Verkefniđ er gríđarlega stórt, enda er einnig lagt upp međ ţví ađ auka samfélagslega vitund um geđheilbrigđismál í heild. Verkefni sem stjórnvöld ćttu ađ sjá hag sinn í ađ styrkja, jafnvel í samvinnu viđ félagasamtök eđa ţá međ beinum stuđningi viđ ţau. Leggja ţarf áherslu á forvarnir og standa ţarf viđ loforđ um stóraukna geđheilbrigđisţjónustu og innleiđingu geđrćktar í skólakerfiđ.

Atvinnuleysisáhrifin

Stađan í dag veldur ţví ađ viđ verđum ađ gjalda varhug viđ ţróun atvinnuleysis í hópi unga fólksins. Atvinnuleysi unga fólksins er verulegt áhyggjuefni, en mest var atvinnuleysi í hópnum 25-29 ára áriđ 2020, samkvćmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun.

Grípa ţarf til markvissari ađgerđa til uppbyggingar á atvinnutćkifćrum svo unga fólkiđ ílengist ekki í atvinnuleysinu, ţví langvarandi atvinnuleysi getur vissulega dregiđ úr krafti ungamenna. Andleg líđan ungmenna líđur fyrir ađgerđaleysi. Tćkifćri stjórnvalda til ađ efla atvinnulíf eru mörg, til ađ mynda almennar skattalćkkanir og einfaldara regluverk fyrirtćkja.

Fjöldi ungra á örorku

Fjölgun skráđra ungra öryrkja veldur ţví ađ hér ţarf ađ nema stađar og skođa hvađ veldur. Stór hluti unga fólksins á örorku er í ţeirri stöđu vegna geđrćnna vandamála. Viđ ţekkjum ţví oft hvađ veldur en erum ekki ađ sinna forvarnarstarfi međ ţeim hćtti ađ árangur náist af. Viđ erum ekki ađ grípa ţessa einstaklinga nógu snemma til ađ koma ţeim til ađstođar. Ţar ţurfum viđ ađ gera betur.

Vandinn sem hér er nefndur er tvíţćttur og málaflokkurinn óţrjótandi. Ungt fólk skortir atvinnutćkifćri sem reynir mjög á andlega líđan. Kerfiđ er ekki ađ ná ađ grípa ungt fólk međ geđrćn vandamál til ađ sporna gegn aukningu ungra öryrkja.

Bregđast ţarf viđ vandanum hiđ snarasta. Óbreytt ástand mun valda verulegum vandamálum seinna meir og mun reynast samfélaginu ofvaxiđ ef stjórnvöld grípa ekki inn í međ markvissum ađgerđum. Fjárhagslegur og félagslegur ávinningur af ţví ađ grípa til ađgerđa hlýtur ađ vera mikilsverđur.


Berglind Ósk Guđmundsdóttir
lögfrćđingur og varabćjarfulltrúi Sjálfstćđisflokksins á Akureyri

Greinin birtist fyrst á visir.is


Svćđi

Sjálfstćđisflokkurinn á Akureyri  | Ađsetur: Kaupangi v/Mýrarveg  |  Ritstjóri Íslendings: Stefán Friđrik Stefánsson  |  XD-Ak á facebook