Sjálfstæðisflokkur, L-listi og Miðflokkur mynda meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar

Sjálfstæðisflokkur, L-listi Bæjarlisti Akureyrar og Miðflokkur hafa myndað meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar. Saman hafa framboðin sex fulltrúa í bæjarstjórn. Ásthildur Sturludóttir verður áfram bæjarstjóri. Málefnasamningur og nánari verkaskipting verða kynnt 1. júní.

Að loknum kosningum hófust meirihlutaviðræður Sjálfstæðisflokks, L-lista og Framsóknarflokks en það slitnaði upp úr þeim líkt og næstu viðræðum sem fram fóru milli Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Samfylkingar og Miðflokks. 

Kjörtímabili fráfarandi bæjarfulltrúa lýkur um helgina. Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar verður haldinn þriðjudaginn 7. júní nk.


Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  |  Geislagötu 5   |   Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-AK á facebook  |  XD-NA á facebook