Kristrún Eymundsdóttir látin

Kristrún Ey­munds­dótt­ir, fyrr­ver­andi fram­halds­skóla­kenn­ari, lést á dval­ar- og hjúkr­un­ar­heim­il­inu Grund í Reykjavík laug­ar­dag­inn 8. des­em­ber. Hún var 82 ára ađ aldri.

Kristrún varđ stúd­ent frá Verzl­un­ar­skóla Íslands áriđ 1956. Eft­ir stúd­ents­próf stundađi hún há­skóla­nám í frönsku í Par­ís. Hún lauk BA-prófi í frönsku og ensku frá Há­skóla Íslands áriđ 1967 og prófi í upp­eld­is- og kennslu­frćđi frá HÍ áriđ 1971. Hún vann viđ franska sendi­ráđiđ međfram há­skóla­námi.

Kristrún var mik­il mála­mann­eskja. Hún kenndi frönsku, ensku og dönsku viđ ýmsa fram­halds­skóla, međal ann­ars viđ Mennta­skól­ann á Ak­ur­eyri og síđast viđ Verzl­un­ar­skóla Íslands. Ţá var hún leiđsögumađur í mörg ár.

Kristrún var einn af um­sjón­ar­mönn­um Laga unga fólks­ins á RÚV frá 1959-1961. Hún ţýddi leik­ritiđ Síđasta tangó í Sal­ford fyr­ir RÚV áriđ 1981 og Alfa Beta eft­ir Whitehead sem sett var upp í Leik­fé­lagi Ak­ur­eyr­ar áriđ 1978. 

For­eldr­ar henn­ar voru Ţóra Árna­dótt­ir og Ey­mund­ur Magnús­son skip­stjóri.

Eig­inmađur Kristrún­ar er Hall­dór Blön­dal, fyrr­um alţing­ismađur, ráđherra og for­seti Alţing­is. Halldór var alţingismađur Sjálfstćđisflokksins í Norđurlandskjördćmi eystra 1979-2003 og Norđausturkjördćmi 2003-2007. Son­ur ţeirra er Pét­ur.

Dćt­ur Hall­dórs af fyrra hjóna­bandi eru Ragn­hild­ur og Kristjana Stella. Fyrri eig­inmađur Kristrún­ar var Matth­ías Kj­eld lćkn­ir. Syn­ir ţeirra eru Ey­mund­ur og Ţórir Bjarki.

----

 

Sjálfstćđismenn á Akureyri og í Norđausturkjördćmi öllu ţakka Kristrúnu Eymundsdóttur hlýja vináttu og tryggđ í gegnum árin. Rúna var Halldóri Blöndal trygg stođ í pólitísku starfi hans í kjördćminu og í ábyrgđarmiklum verkefnum á ţingi og í ríkisstjórn - ţau voru glćsilegt par. Halldór var líka stođ Kristrúnar í erfiđum veikindum hennar síđustu árin. Viđ vottum Halldóri og fjölskyldunni allri innilega samúđ viđ fráfall Kristrúnar. 

 

Stefán Friđrik Stefánsson

ritstjóri Íslendings


Svćđi

Sjálfstćđisflokkurinn á Akureyri  |  Geislagötu 5   |   Ritstjóri Íslendings: Stefán Friđrik Stefánsson  |  XD-AK á facebook  |  XD-NA á facebook