Fulltrúaráð samþykkir tillögu um röðun við val á framboðslista fyrir sveitarstjórnarkosningar

Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna á Akureyri samþykkti tillögu stjórnar um að röðun fari fram við val á sex efstu sætum framboðslista við sveitarstjórnarkosningar vorið 2018 á fundi sínum í Kaupangi í kvöld.

Tillagan var samþykkt með auknum meirihluta, tveimur þriðju atkvæða, í samræmi við reglur Sjálfstæðisflokksins. Fulltrúaráðið samþykkti að auki tillögu um að tvöfalt fulltrúaráð, aðal- og varamenn, komi saman við valið og það fari fram eigi síðar en laugardaginn 3. febrúar 2018. Kjörnefnd tekur ákvörðun um dagsetningu röðunar innan þess tímaramma.

Á fundinum var kjörnefnd til að sjá um ferlið fram að afgreiðslu framboðslista kjörin. Í henni eiga sæti níu fulltrúar - fjórir frá fulltrúaráði og einn frá hverju sjálfstæðisfélagi.

Fulltrúaráð

Aðalmenn:
Ólafur Jónsson, María Marinósdóttir, Íris Ósk Gísladóttir, Þórhallur Sigtryggsson

Varamenn:
Baldvin Jónsson, Helga Ingólfsdóttir, Ragnheiður Sveinsdóttir, Karl Ágúst Gunnlaugsson

Málfundafélagið Sleipnir

Aðalmaður: Stefán Friðrik Stefánsson – Varamaður: Ragnar Ásmundsson

Sjálfstæðisfélag Akureyrar
Aðalmaður: Anna Rósa Magnúsdóttir – Varamaður: Finnur Sigurgeirsson

Vörður, félag ungra sjálfstæðismanna á Akureyri
Aðalmaður: Hjörvar Blær Guðmundsson – Varamaður: Máney Nótt Ingibjargardóttir

Vörn, félag sjálfstæðiskvenna á Akureyri
Aðalmaður: Heiðrún Ósk Ólafsdóttir – Varamaður: Gerður Ringsted

Sjálfstæðisfélag Hríseyjar
Aðalmaður: Narfi Björgvinsson – Varamaður: Kristinn Frímann Árnason


Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  |  Geislagötu 5   |   Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-AK á facebook  |  XD-NA á facebook