Bæjarmálafundir felldir niður í samkomubanni

Ágætu félagar

Þar sem sett hefur verið á samkomubann verða bæjarmálafundir felldir niður á meðan það stendur. Bæjarstjórn mun funda áfram en fundir verða lokaðir og sendir út. Þetta gildir þangað til annað verður ákveðið. Bæjarstjórn fundar í fjarfundi að minnsta kosti þrisvar í viku hverri ásamt sviðsstjórum til að fara yfir ástandið á hverjum tíma.

Við hvetjum til þess að íbúar sveitarfélagsins hafi varann á meðan á samkomubanni stendur. Vonum að þið hafið það sem best, þrátt fyrir erfiðar aðstæður og nú verðum við að treysta á samtakamáttinn, umburðarlyndið og þolgæðið. Hugum að fjölskyldu og vinum og látum vita ef einhver þarf á aðstoð að halda. Við munum standa vaktina í bæjarstjórn og koma öllum upplýsingum á framfæri til réttra aðila.


Með von um að þetta gangi hratt yfir og með sem allra minnstum skaða.


Gunnar Gíslason
Eva Hrund Einarsdóttir
Þórhallur Jónsson

bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins á Akureyri


Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  |  Geislagötu 5   |   Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-AK á facebook  |  XD-NA á facebook