Bæjarmála-fjarfundur 18. maí

Bæjarmálafundur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri verður haldinn í fjarfundi á Zoom mánudaginn 18. maí kl. 17:00.


Zoom – ið virkar þannig að zoom slóðin er aðgangurinn inn á fundinn okkar.

· Þið virkið aðganginn með því að virkja slóðina.

· Til að virkja slóðina þá smellið þið á hana og passið að vera í tölvu þar sem er bæði hljóð/míkrófónn og myndavél, og muna að hafa kveikt á hvoru tveggja.· Þegar þið smellið á slóðina þá spyr tölvan ykkur hvort hún eigi að hlaða niður forritinu (sem sagt zoom) og þið samþykkið það (tekur kannski 1 mín, aldrei meira).

· Þegar tölvan er búin að hlaða niður forritinu birtist grænn takki á skjánum hjá ykkur og þið smellið á hann (græni takkinn þýðir að þið eruð að leyfa bæði hljóð og mynd).


Þá er þetta komið! Það er nóg fyrir ykkur að smella á slóðina um 2-3 mínútum áður en þið komið inni á fundinn (það þarf ekkert að forprófa neitt, enda virkar það ekki þar sem zoom er tímastillt, það opnast bara rétt fyrir fundinn).


Slóðin á fundinn er: https://eu01web.zoom.us/j/62756369409


Á fundinum verður rætt t.d. um menntastefnu Akureyrarbæjar, stefnuræðu formanns velferðarráðs, sjókvíaeldi í Eyjafirði, viðauka 5 og skipulagsmál.


Fundarstjóri verður Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.


Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  |  Geislagötu 5   |   Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-AK á facebook  |  XD-NA á facebook