Auglýst eftir framboðum – framboðsfrestur rennur út 26. febrúar 2022

Ákveðið hefur verið að prófkjör við val á fjórum efstu sætum framboðslista við sveitarstjórnarkosningar fari fram laugardaginn 26. mars 2022.

Hér með er auglýst eftir framboðum til prófkjörs.  Framboð skal bundið við flokksbundinn einstakling, enda liggi fyrir skriflegt samþykki hans um að hann gefi kost á sér til prófkjörs.

Frambjóðendur skulu vera kjörgengir í næstu sveitarstjórnarkosningum.  Að hverju framboði skulu standa minnst tuttugu flokksbundnir sjálfstæðismenn búsettir í Akureyrarkaupstað.  Enginn flokksmaður getur staðið að fleiri framboðum en fjórum.  Með framboðum skal fylgja mynd af viðkomandi og stutt æviágrip á tölvutæku formi.

Framboðsfrestur er til og með laugardags 26. febrúar 2022, kl. 16:00.  


Framboði er skilað inn rafrænt með því að smella hér


Eyðublað fyrir meðmælendur, sjá hér


Kjörnefnd er heimilt að tilnefna prófkjörsframbjóðendur, til viðbótar við þá sem bjóða sig fram, eftir að framboðsfresti lýkur.

Varðandi prófkjörið er vísað til reglna um prófkjör Sjálfstæðisflokksins.

Nánari upplýsingar gefur formaður kjörnefndar, Valdemar Karl Kristinsson, í síma 690-9319 eða tölvupósti í gegnum netfangið valdemar@pacta.is.

Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins á Akureyri


Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  |  Geislagötu 5   |   Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-AK á facebook  |  XD-NA á facebook