Fréttir

Njáll Trausti ræðir um skosku leiðina í Pólitíkinni

Njáll Trausti ræðir um skosku leiðina í Pólitíkinni

Njáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður, er gestur Guðfinns Sigurvinssonar í Pólitíkinni, podcast-þætti Sjálfstæðisflokksins, í dag. Þar er rætt um langþráð baráttumál Njáls Trausta - skosku leiðina, nýja aðgerð stjórnvalda til að lækka fargjöld í innanlandsfluginu sem kemur til móts við íbúa á landsbyggðinni.

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til íbúakosningu um aðalskipulagstillögu á Oddeyri

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til íbúakosningu um aðalskipulagstillögu á Oddeyri

Umdeild skipulagstillaga á Oddeyri var til umræðu í bæjarstjórn Akureyrar í gær. Þar lögðu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram bókun um að sú aðalskipulagsbreyting sem væri til umræðu færi í íbúakosningu áður en hún yrði endanlega afgreidd, og tóku undir bókun um að hæð bygginga á reitnum geti orðið allt að 25 metrar yfir sjávarmáli sem samsvarar um 23 metrum frá jörðu.

Fundur með Njáli Trausta 15. september

Fundur með Njáli Trausta 15. september

Málfundafélagið Sleipnir boðar til umræðufundar í Kaupangi þriðjudaginn 15. september kl. 20:00. Njáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður, flytur framsögu og svarar fyrirspurnum. Rætt um skosku leiðina í innanlandsfluginu, framkvæmdir á Akureyrarflugvelli, atvinnumálin og stöðuna í pólitíkinni í upphafi þingvetrar, en Alþingi kemur saman að nýju 1. október nk.

Bæjarmálafundur 14. september

Bæjarmálafundur 14. september

Bæjarmálafundur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri verður haldinn í Kaupangi mánudaginn 14. september kl. 17:30. Rætt verður td um málefni lögreglunnar á Norðurlandi eystra í kjölfar lokunar fangelsins á Akureyri, árshlutareikning Akureyrarbæjar 2020, niðurstöðu starfshóps um forgangsröðun framkvæmda íþróttamannvirkja, framgang íþróttastefnu Akureyrarbæjar og skipulagsmál. Gætt verður að sóttvörnum og fjöldi fundarmanna takmarkaður ef þess mun gerast þörf.

Demantshringurinn og skoska leiðin

Demantshringurinn og skoska leiðin

Njáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður, skrifar í grein í Morgunblaðinu í dag um tvö mikilvæg framfaramál sem hann hefur unnið ötullega að - Demantshringinn og skosku leiðina í innanlandsfluginu.

Skoska leiðin - loftbrú

Skoska leiðin - loftbrú

Í dag er ánægjulegur dagur í pólitíkinni. Frá og með deginum í dag þá hefur skosku leiðinni verið komið í gagnið undir heitinu Loftbrú. Njáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður og lykilmaður í þróun verkefnisins, skrifar um skosku leiðina í grein hér á Íslendingi.

Demantshringurinn formlega opnaður

Demantshringurinn formlega opnaður

Demantshringurinn, 250 kílómetra ferðamannaleið sem tengir saman fjölda áfangastaða á Norðurlandi, var opnaður með formlegum hætti á Dettifossvegi í gær.

Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  |  Geislagötu 5   |   Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-AK á facebook  |  XD-NA á facebook