Fréttir

Íslenskur landbúnaður til framtíðar

Íslenskur landbúnaður til framtíðar

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fjallar í grein um stöðu íslensks landbúnaðar til framtíðar. Hann skipaði í síðustu viku verk­efn­is­stjórn um mót­un land­búnaðar­stefnu fyr­ir Ísland fram til ársins 2040. Íslenskur landbúnaður stendur á krossgötum og rétti tím­inn nú að fara í þessa vinnu og skapa sam­eig­in­lega sýn og áhersl­ur til framtíðar.

Við látum ekki okkar eftir liggja þegar á reynir

Við látum ekki okkar eftir liggja þegar á reynir

Eva Hrund Einarsdóttir, bæjarfulltrúi, skrifar í grein á Íslendingi um samstarf allra framboða í bæjarstjórn Akureyrar það sem eftir lifir kjörtímabilsins. Með því sé ekki verið að leggja pólitík eða gagnrýna umræðu af - allir fulltrúar standi áfram á sannfæringu sinni og komi fram með eigin skoðanir, þó stefnt sé að samstöðu þegar hún sé fyrir hendi.

Landsfundi Sjálfstæðisflokksins frestað

Landsfundi Sjálfstæðisflokksins frestað

Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins ákvað á fundi sínum hinn 21. september að fresta landsfundi til næsta árs. Fundinn átti að halda dagana 13.-15. nóvember n.k. Nánari dagsetning verður ákveðin og auglýst síðar en stefnt er að því að fundurinn verði haldinn í byrjun næsta árs.

Ný staða í bæjarmálum - áskoranir og verkefni næstu 20 mánuði

Ný staða í bæjarmálum - áskoranir og verkefni næstu 20 mánuði

Gunnar Gíslason, bæjarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, skrifar í grein á Íslendingi um nýja stöðu í bæjarmálum eftir að öll framboð í bæjarstjórn Akureyrar tóku höndum saman um samstarf næstu 20 mánuði, það sem eftir lifir kjörtímabilsins.

Yfirlýsing frá bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins á Akureyri

Yfirlýsing frá bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins á Akureyri

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins á Akureyri hafa gengið til samstarfs við öll framboð í bæjarstjórn Akureyrarbæjar það sem eftir lifir kjörtímabilsins næstu 20 mánuði í breiðri samstöðu til að takast á við erfiða rekstrarstöðu Akureyrarbæjar. Í grein á Íslendingi fara bæjarfulltrúar flokksins yfir afstöðu sína og sýn á verkefnið framundan

Fundur í fulltrúaráði 21. september

Fundur í fulltrúaráði 21. september

Boðað er til fundar fulltrúaráðs mánudagskvöldið 21. september kl. 20.00 í Kaupangi. Tilefni fundarins er að ræða þá stöðu sem uppi er í rekstri bæjarins. Í ljósi þeirrar takmarkana sem eru í gildi vegna Covid-19 verður fjöldi gesta í Kaupangi takmarkaður og gætt að sóttvarnarreglum. Fulltrúar geta tekið þátt í fundinum í gegnum Zoom.

Frá bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins á Akureyri

Frá bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins á Akureyri

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins á Akureyri - Gunnar Gíslason, Eva Hrund Einarsdóttir og Þórhallur Jónsson, fara í grein á Íslendingi yfir bæjarmálin að loknum fundi bæjarstjórnar 15. september sl. og skerpa á sinni sýn á helstu mál sem rædd voru á fundinum.

Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  |  Geislagötu 5   |   Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-AK á facebook  |  XD-NA á facebook