Fréttir

Reykjavík til þjónustu reiðubúin?

Reykjavík til þjónustu reiðubúin?

Njáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður, minnir á hlutverk og skyldur höfuðborgarinnar Reykjavík í grein í Morgunblaðinu. Með til­lögu til þingsálykt­un­ar um þjóðar­at­kvæðagreiðslu um Reykja­vík­ur­flug­völl fái þjóðin tæki­færi til þess að segja hug sinn og hafa áhrif á það hvar flug­völl­ur­inn og miðstöð inn­an­lands- og sjúkra­flugs verða í fyr­ir­sjá­an­legri framtíð, m.a. með til­liti til þjóðhags­legra hags­muna og þjóðarör­ygg­is.

Tökum öll þátt

Tökum öll þátt

Þórhallur Jónsson, bæjarfulltrúi, fjallar í grein á Íslendingi um gagnrýni á gjaldskrárbreytingar í Hlíðarfjalli. Þær séu mikilvægar í ljósi þess að rekstur skíðasvæðisins hafi gengið erfiðlega og halli verið á honum. Vetraríþróttaparadísin í Hlíðarfjalli sé mikilvægur segull inn á svæðið fyrir vetrarferðamennsku til Akureyrar og því aldrei mikilvægara en nú að standa vörð um og styrkja rekstrargrundvöll þess.

Bæjarmálafundur 2. nóvember

Bæjarmálafundur 2. nóvember

Bæjarmálafundur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri verður haldinn í fjarfundi á Zoom mánudaginn 2. nóvember kl. 17:30. Rætt verður td um yfirlit á rekstri bæjarsjóðs fyrstu átta mánuði ársins, viðauka 16 við fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2020, lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga vegna fjárfestinga, nýtt leiðarkerfi Strætisvagna Akureyrar og málefni Reykjavíkurflugvallar. Allir velkomnir.

Innviðir og þjóðaröryggi

Innviðir og þjóðaröryggi

Í dag lagði Njáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður, ásamt átta þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, fram á Alþingi beiðni um skýrslu frá forsætisráðherra um innviði og þjóðaröryggi. Markmiðið með skýrslubeiðninni er að skilgreint verði nánar hvaða innviðir landsins teljist til grunninnviða samfélagsins, samanber þjóðaröryggisstefnu, og mikilvægir út frá þjóðaröryggi landsmanna, svo sem samgönguinnviðir, raforku- og fjarskiptakerfið.

Þingsályktunartillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar

Þingsályktunartillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar

Þingsályktunartillaga um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Reykjavíkurflugvallar er komin á dagskrá þingsins. Njáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar, en með honum á tillögunni eru 24 þingmenn úr fimm flokkum; Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki, VG, Miðflokki og Flokki fólksins.

Bæjarmálafundur 19. október

Bæjarmálafundur 19. október

Bæjarmálafundur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri verður haldinn með rafrænum hætti á zoom mánudaginn 19. október kl. 17:30. Rætt verður td um viðauka 15 við fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2020, endurskoðun á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning, reglur um úthlutun sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja, breytingar á reglum um nefndarlaun og tjaldsvæðisreit. Allir velkomnir.

Fjarfundur í kjördæmisráði 24. október

Fjarfundur í kjördæmisráði 24. október

Fjarfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi verður haldinn á Zoom laugardaginn 24. október 2020 kl. 10:00.

Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  |  Geislagötu 5   |   Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-AK á facebook  |  XD-NA á facebook