Fréttir

Bæjarmálafundur 2. maí

Bæjarmálafundur 2. maí

Bæjarmálafundur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri verður haldinn í Kaupangi mánudaginn 2. maí kl. 17:30. Bæjarfulltrúar flytja framsögu um stöðu bæjarmálanna. Sjálfstæðismenn eru eindregið hvattir til að mæta og ræða bæjarmálin.

Aukakjördæmisþing 21. maí

Aukakjördæmisþing 21. maí

Aukakjördæmisþing verður haldið í Mývatnssveit laugardaginn 21. maí nk. Fundurinn verður haldinn í Skjólbrekku og hefst kl. 13:00. Á dagskrá er ákvörðun á aðferð við val á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í alþingiskosningum 2016.

Bæjarmálafundur 18. apríl

Bæjarmálafundur 18. apríl

Bæjarmálafundur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri verður haldinn í Kaupangi mánudaginn 18. apríl kl. 17:30. Bæjarfulltrúar flytja framsögu um stöðu bæjarmálanna. Sjálfstæðismenn eru eindregið hvattir til að mæta og ræða bæjarmálin.

Vöfflukaffi á sumardaginn fyrsta

Vöfflukaffi á sumardaginn fyrsta

Sjálfstæðismenn á Akureyri munu fagna sumarkomu með því að koma saman í vöfflukaffi í Kaupangi á sumardaginn fyrsta, 21. apríl, frá kl. 15:00. Hvetjum alla sjálfstæðismenn til að mæta í vöfflukaffi og fagna sumarkomu með okkur.

Fundur með Ásmundi Friðrikssyni 16. apríl

Fundur með Ásmundi Friðrikssyni 16. apríl

Málfundafélagið Sleipnir boðar til umræðufundar í Kaupangi laugardaginn 16. apríl kl. 11:00. Ásmundur Friðriksson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, flytur framsögu og svarar fyrirspurnum. Allir velkomnir - boðið upp á létta morgunhressingu.

Ályktun aðalfundar kjördæmisráðs

Ályktun aðalfundar kjördæmisráðs

Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi samþykkti í dag ályktun til stuðnings forystu Sjálfstæðisflokksins og þingmönnum flokksins í kjördæminu.

Ljósmynd: Valgerður Gunnarsdóttir

Að loknum aðalfundi kjördæmisráðs

Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi var haldinn um helgina.

Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  |  Geislagötu 5   |   Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-AK á facebook  |  XD-NA á facebook