Fréttir

Bæjarmálafundur 4. maí

Bæjarmálafundur 4. maí

Bæjarmálafundur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri verður haldinn í Kaupangi mánudaginn 4. maí kl. 17:30. Bæjarfulltrúar flytja framsögu um bæjarmálin - nefndarmenn gera grein fyrir stöðu mála í sínum nefndum. Sjálfstæðismenn á Akureyri eru eindregið hvattir til að mæta og ræða bæjarmálin.

Hverfisgöngur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri

Hverfisgöngur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri

Sjálfstæðismenn ganga um hverfi Akureyrar á næstunni. Tilgangurinn er að gefa íbúum tækifæri á að hitta bæjarfulltrúa og trúnaðarmenn flokksins og koma með ábendingar um það sem betur má fara. Allir eru velkomnir - okkur langar til að hitta þig, heyra hvað þú hefur að segja um hverfið þitt: hver staðan er á göngustígum, umferðaröryggi, leikvöllum, í skipulagsmálum og öðru mikilvægu. Hér má sjá nánari upplýsingar um dagsetningar í hverfisgöngunum og tímasetningar þeirra.

Vöfflukaffi á sumardaginn fyrsta

Vöfflukaffi á sumardaginn fyrsta

Sjálfstæðismenn á Akureyri munu fagna sumarkomu með því að koma saman í vöfflukaffi í Kaupangi á sumardaginn fyrsta, 23. apríl, frá kl. 15:00. Hvetjum alla sjálfstæðismenn til að mæta í vöfflukaffi og fagna sumarkomu með okkur.

Bæjarmálafundur 20. apríl

Bæjarmálafundur 20. apríl

Bæjarmálafundur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri verður haldinn í Kaupangi mánudaginn 20. apríl kl. 17:30. Bæjarfulltrúar flytja framsögu um bæjarmálin - nefndarmenn gera grein fyrir stöðu mála í sínum nefndum. Sjálfstæðismenn á Akureyri eru eindregið hvattir til að mæta og ræða bæjarmálin.

Bréf til Alþingis vegna Reykjavíkurflugvallar

Bréf til Alþingis vegna Reykjavíkurflugvallar

Formenn Hjartans í Vatnsmýri, Friðrik Pálsson, athafnamaður, og Njáll Trausti Friðbertsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, hafa sent bréf til Alþingis og innanríkisráðherra vegna framkvæmda við norðurenda NA/SV brautar Reykjavíkurflugvallar.

Aldarafmæli Íslendings

Aldarafmæli Íslendings

Í dag eru liðin 100 ár frá útgáfu fyrsta tölublaðs Íslendings, sem síðar varð málgagn Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Stefán Friðrik Stefánsson, ritstjóri Íslendings, fer lauslega yfir sögu blaðsins í tilefni afmælisins.

Nýr aðalmaður í velferðarráði

Nýr aðalmaður í velferðarráði

Á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í dag var samþykkt tillaga um breytingu á skipan aðal- og varamanns Sjálfstæðisflokksins í velferðarráði. Svava Hjaltalín tekur sæti aðalmanns í stað Oktavíu Jóhannesdóttur.

Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  |  Geislagötu 5   |   Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-AK á facebook  |  XD-NA á facebook