Fréttir

Okkar Akureyri

Okkar Akureyri

Slagorð Sjálfstæðisflokksins á Akureyri í sveitarstjórnarkosningum 31. maí nk. er Okkar Akureyri. Í grein fjallar Eva Hrund Einarsdóttir, sem skipar 2. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins, um slagorðið og þau baráttumál sem munu einkenna Okkar Akureyri í vor.

Opnun kosningaskrifstofu

Opnun kosningaskrifstofu

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri opnar kosningaskrifstofu sína að Strandgötu 3 föstudaginn 2. maí kl. 18:00. Boðið verður upp á léttar veitingar. Við hvetjum sjálfstæðismenn á Akureyri og bæjarbúa alla til að mæta við opnunina og fylkja liði með frambjóðendum okkar í kosningabaráttunni í vor.

Hverfisganga í Hrísey

Hverfisganga í Hrísey

Frambjóðendur verða á ferð í Hrísey laugardaginn 26. apríl og munu kynna sér stöðu mála þar. Hverfisganga verður kl. 14:00, komið verður saman við Hríseyjarskóla - farið í góðan göngutúr með hverfisnefnd Hríseyjar. Að lokinni göngu verður fundað með heimamönnum og við munum svo snæða kvöldverð á veitingastaðnum Brekku fyrir brottför kl. 21:00.

Vöfflukaffi á sumardaginn fyrsta

Vöfflukaffi á sumardaginn fyrsta

Sjálfstæðismenn á Akureyri munu fagna sumarkomu með því að koma saman í vöfflukaffi í Kaupangi á sumardaginn fyrsta, 24, apríl, frá kl. 15:00. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri munu baka vöfflur og ræða kosningamálin við kjósendur. Hvetjum alla til að mæta og fagna sumarkomu með okkur og um leið upphafi formlegrar kosningabaráttu fyrir kosningar 31. maí nk.

Stefán Friðrik leggur fram bókun í skipulagsnefnd

Stefán Friðrik leggur fram bókun í skipulagsnefnd

Á fundi skipulagsnefndar 16. apríl sl. var afgreidd aðalskipulagsbreyting og deiliskipulagstillaga um miðbæ Akureyrar, byggt á tillögu að miðbæjarskipulagi. Stefán Friðrik Stefánsson, áheyrnarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í skipulagsnefnd, lagði fram bókun við afgreiðslu deiliskipulagstillögunnar þar sem þrenging Glerárgötu og staðsetning umferðarmiðstöðvar er gagnrýnd og lýst yfir áhyggjum af tilhögun bílastæðamála í tillögunni.

Bæjarstjórn samþykkir bókun um málefni Reykjavíkurflugvallar

Bæjarstjórn samþykkir bókun um málefni Reykjavíkurflugvallar

Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti samhljóða á fundi sínum, þriðjudaginn 15. apríl, bókun sem Njáll Trausti Friðbertsson, varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, lagði fram um málefni Reykjavíkurflugvallar.

Yfirlýsing frá frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins á Akureyri

Yfirlýsing frá frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins á Akureyri

Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri í sveitarstjórnarkosningum 31. maí nk. hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að lagt verði til að auglýst verði eftir bæjarstjóra á Akureyri komi Sjálfstæðisflokkurinn að meirihlutamyndun eftir kosningar í vor.

Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  |  Geislagötu 5   |   Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-AK á facebook  |  XD-NA á facebook