Fréttir

Umræðufundur um starfsemi Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins

Umræðufundur um starfsemi Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins

Málfundafélagið Sleipnir heldur umræðufund í Kaupangi laugardaginn 8. mars kl. 11:00. Jón Ragnar Ríkharðsson, formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins, flytur framsögu og fjallar um starfsemi Verkalýðsráðsins og sögulegt mikilvægi þess fyrir sjálfstæðisstefnuna.

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri samþykktur

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri samþykktur

Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna á Akureyri samþykkti á fundi sínum í kvöld tillögu kjörnefndar að skipan framboðslista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri í sveitarstjórnarkosningum 31. maí nk. Framboðslistann skipa 11 konur og 11 karlar. Efstu sex sæti listans eru skipuð eftir úrslitum prófkjörs 8. febrúar sl. Heiðurssæti listans skipa Ólafur Jónsson, bæjarfulltrúi, og Dóróthea J. Eyland, húsmóðir.

Fundur í fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna á Akureyri í kvöld

Fundur í fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna á Akureyri í kvöld

Fundur verður í fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna á Akureyri, í Kaupangi, í kvöld, þriðjudaginn 4. mars nk. kl. 20:00. Á fundinum verður lögð fram tillaga kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins á Akureyri að framboðslista við sveitarstjórnarkosningar í vor. Seturétt á fundinum hafa þeir sem hafa verið til þess kjörnir á aðalfundum sjálfstæðisfélaganna á Akureyri.

Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  |  Geislagötu 5   |   Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-AK á facebook  |  XD-NA á facebook