Fréttir

Vinnustofa Sjálfstæðisflokksins á Akureyri

Vinnustofa Sjálfstæðisflokksins á Akureyri

Allir sem vilja taka þátt í að gera góðan bæ betri eru velkomnir á vinnustofu Sjálfstæðisflokksins á Akureyri - fimmtudaginn 3. apríl kl. 18:00 í Brekkuskóla. Boðið verður upp á súpu og brauð - allir velkomnir! Tilgangurinn með vinnustofunni er að hittast og ræða helstu framfaramál og æskilegar áherslur í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hugmyndavinnan verður höfð til hliðsjónar við vinnu stefnuskrár Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningar í vor.

Bæjarmálafundur 31. mars

Bæjarmálafundur 31. mars

Bæjarmálafundur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri verður haldinn í Kaupangi mánudaginn 31. mars kl. 20:00. Ólafur Jónsson, bæjarfulltrúi, og Njáll Trausti Friðbertsson, varabæjarfulltrúi, flytja framsögu um bæjarmálin. Rætt t.d. um endurskoðun menningarstefnu, atvinnustefnu Akureyrarbæjar, fráveitu Akureyrarbæjar og stefnuumræðu um framkvæmdaráð og fasteignir Akureyrarbæjar. Nefndarmenn og áheyrnarfulltrúar gera grein fyrir stöðu mála í þeirra nefndum.

Fundur um virkjanaframkvæmdir á Þeistareykjum

Fundur um virkjanaframkvæmdir á Þeistareykjum

Fundur verður í Kaupangi laugardaginn 29. mars kl. 10:30. Valur Knútsson, verkefnastjóri hjá Landsvirkjun, mun kynna undirbúning virkjunarframkvæmda á Þeistareykjum og stöðu verkefnisins. Að lokinni framsögu mun Valur svara spurningum fundarmanna. Allir velkomnir - boðið upp á létta morgunhressingu.

Vörður, f.u.s. á Akureyri, ályktar gegn þrengingu á Glerárgötu

Vörður, f.u.s. á Akureyri, ályktar gegn þrengingu á Glerárgötu

Stjórn Varðar, f.u.s. á Akureyri, hefur sent frá sér ályktun vegna nýs miðbæjarskipulags. Þar er þrenging Glerárgötu gagnrýnd harðlega og lagst gegn hugmyndum um fækkun bílastæða á miðbæjarsvæðinu.

Fundur um miðbæjarskipulag - bæjarmálafundur 17. mars

Fundur um miðbæjarskipulag - bæjarmálafundur 17. mars

Kynningarfundur um nýtt miðbæjarskipulag verður haldinn í Kaupangi mánudaginn 17. mars kl. 18:00. Ólafur Jónsson, bæjarfulltrúi, Stefán Friðrik Stefánsson, áheyrnarfulltrúi í skipulagsnefnd, og Unnsteinn Jónsson, fyrrum nefndarmaður í skipulagsnefnd, munu fara yfir nýtt skipulag með viðmið frá fyrra skipulagi á síðasta kjörtímabili. Bæjarmálafundur hefst svo kl. 20:00. Farið yfir stöðu bæjarmálanna.

Opinn fundur um atvinnumál

Opinn fundur um atvinnumál

Opinn fundur um atvinnumál verður í Kaupangi fimmtudaginn 13. mars kl. 20:00. Alþingismennirnir Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, Haraldur Benediktsson og Ásmundur Friðriksson flytja framsögu og svara fyrirspurnum. Fundarstjóri: Eva Hrund Einarsdóttir, sem skipar 2. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri í sveitarstjórnarkosningum í vor.

Opið hús með frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins á Akureyri

Opið hús með frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins á Akureyri

Frambjóðendur á lista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri í sveitarstjórnarkosningum 31. maí nk. verða með opið hús í Kaupangi á fimmtudögum kl. 17:00 til 19:00, frá og með næsta fimmtudegi, 13. mars nk. Frambjóðendur taka á móti gestum og gangandi í kaffispjall um málefni líðandi stundar og framtíðar, og það sem brennur kjósendum á hjarta í aðdraganda kosninga.

Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  |  Geislagötu 5   |   Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-AK á facebook  |  XD-NA á facebook