Fréttir

Úrslit í prófkjöri - Gunnar Gíslason í 1. sæti

Úrslit í prófkjöri - Gunnar Gíslason í 1. sæti

Úrslit liggja fyrir í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Greidd atkvæði í prófkjörinu voru 1206, þar af 1187 atkvæði gild. 19 atkvæði voru auð eða ógild. Kjörsókn í prófkjörinu var 53%. Gunnar Gíslason, fræðslustjóri Akureyrarbæjar, sigraði í prófkjörinu og er því nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Gunnar hlaut 48,9% atkvæða í fyrsta sætið. Röð sex efstu breyttist ekki frá fyrstu tölum. Úrslitin eru bindandi fyrir fimm efstu sætin.

Fyrstu tölur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Akureyri

Fyrstu tölur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Akureyri

Fyrstu tölur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Akureyri liggja fyrir. Talin hafa verið 600 atkvæði. 1206 greiddu atkvæði í prófkjörinu. Í fyrstu sex sætunum eru í eftirfarandi röð: Gunnar Gíslason, Eva Hrund Einarsdóttir, Njáll Trausti Friðbertsson, Bergþóra Þórhallsdóttir, Baldvin Valdemarsson og Sigurjón Jóhannesson. Von er á lokatölum á ellefta tímanum.

Prófkjör í dag - kjörstaðir og kosningavaka

Prófkjör í dag - kjörstaðir og kosningavaka

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Akureyri fer fram í dag, laugardaginn 8. febrúar. Kosningavaka verður í Kaupangi að kvöldi kjördags og hefst kl. 20:00. Stefnt er að því að formaður kjörnefndar lesi upp fyrstu tölur í Kaupangi milli kl. 20:00 og 20:30 og úrslit liggi fyrir upp úr kl. 22:00. Tölur verða fyrst birtar hér á Íslendingi.

Utankjörfundarkosning - kosning á kjördegi 8. febrúar

Utankjörfundarkosning - kosning á kjördegi 8. febrúar

Utankjörfundarkosning í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Akureyri hefur staðið frá mánudegi 27. janúar sl. og mun standa til nk. föstudags, 7. febrúar. Hér eru nánari upplýsingar um tímasetningu kjörfundar í utankjörfundarkosningu og á kjördegi í Oddeyrarskóla 8. febrúar nk.

Fundur frambjóðenda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Akureyri

Fundur frambjóðenda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Akureyri

Frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Akureyri kynna sig á sameiginlegum fundi á Hótel KEA fimmtudaginn 6. febrúar kl. 20:00. Frambjóðendur flytja þriggja mínútna framsögu og svara fyrirspurnum úr sal að því loknu. Í fundarlok fá frambjóðendur að flytja örstutt lokaorð úr pallborði. Fundarstjóri verður Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður fjármálaráðherra. Allir velkomnir - heitt á könnunni.

Bæjarmálafundur 3. febrúar

Bæjarmálafundur 3. febrúar

Bæjarmálafundur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri verður haldinn í Kaupangi mánudaginn 3. febrúar kl. 20:00. Ólafur Jónsson, bæjarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, flytur framsögu um bæjarmálin. Rætt t.d. um miðbæjarskipulagið, 3. áfanga Naustahverfis - Haga, og stefnuumræðu um Akureyrarstofu. Nefndarmenn og áheyrnarfulltrúar gera grein fyrir stöðu mála í þeirra nefndum.

Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  |  Geislagötu 5   |   Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-AK á facebook  |  XD-NA á facebook