Fréttir

Bæjarmálafundur 1. desember

Bæjarmálafundur 1. desember

Bæjarmálafundur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri verður haldinn í Kaupangi mánudaginn 1. desember kl. 17:30. Bæjarfulltrúarnir Gunnar Gíslason, Eva Hrund Einarsdóttir og Njáll Trausti Friðbertsson flytja framsögu um bæjarmálin - nefndarmenn gera grein fyrir stöðu mála í sínum nefndum. Sjálfstæðismenn á Akureyri eru eindregið hvattir til að mæta og ræða bæjarmálin.

Fundur um málefni landsbyggðanna

Fundur um málefni landsbyggðanna

Fundur um málefni landsbyggðanna verður haldinn í Kaupangi laugardaginn 29. nóvember kl. 11:00. Framsögu flytur Þóroddur Bjarnason, stjórnarformaður Byggðastofnunar, og svarar spurningum fundarmanna. Allir velkomnir - boðið upp á morgunhressingu.

Bæjarmálafundur 24. nóvember

Bæjarmálafundur 24. nóvember

Bæjarmálafundur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri verður haldinn í Kaupangi mánudaginn 24. nóvember kl. 17:30. Bæjarfulltrúar fara yfir stöðuna við vinnu að fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar og áherslur Sjálfstæðisflokksins við gerð hennar. Sjálfstæðismenn á Akureyri eru eindregið hvattir til að mæta og ræða bæjarmálin.

Bókun um Reykjavíkurflugvöll samþykkt í bæjarstjórn

Bókun um Reykjavíkurflugvöll samþykkt í bæjarstjórn

Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti á fundi sínum í dag bókun Njáls Trausta Friðbertssonar, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um málefni Reykjavíkurflugvallar. Átta bæjarfulltrúar greiddu atkvæði með bókuninni en þrír, bæjarfulltrúar Samfylkingar og Bjartrar framtíðar, sátu hjá.

Hamingjustund sjálfstæðiskvenna

Hamingjustund sjálfstæðiskvenna

Sjálfstæðiskonur á Akureyri ætla að hittast á hamingjustund á Icelandair Hotel fimmtudaginn 20. nóvember næstkomandi. Tilgangurinn er að styrkja kvennastarfið, spjalla um landsins gang og nauðsynjar og ekki síst vera glaðar saman. Vonum að sem flestar ykkar sjái sér fært að mæta. Veitingasala hefst kl. 16:00

Umræðufundur með Vilhjálmi Árnasyni 19. nóvember

Umræðufundur með Vilhjálmi Árnasyni 19. nóvember

Málfundafélagið Sleipnir heldur umræðufund í Kaupangi miðvikudaginn 19. nóvember kl. 17:30. Vilhjálmur Árnason, alþingismaður, flytur framsögu og fjallar um áfengisfrumvarpið sem hann hefur lagt fram á Alþingi og önnur helstu mál sem eru í umræðunni. Allir velkomnir - heitt á könnunni.

Bæjarmálafundur 17. nóvember

Bæjarmálafundur 17. nóvember

Bæjarmálafundur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri verður haldinn í Kaupangi mánudaginn 17. nóvember kl. 17:30. Bæjarfulltrúarnir Gunnar Gíslason, Eva Hrund Einarsdóttir og Njáll Trausti Friðbertsson flytja framsögu um bæjarmálin - nefndarmenn gera grein fyrir stöðu mála í sínum nefndum. Umræða um fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar. Sjálfstæðismenn á Akureyri eru eindregið hvattir til að mæta og ræða bæjarmálin.

Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  |  Geislagötu 5   |   Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-AK á facebook  |  XD-NA á facebook