Fréttir

Kynning á frambjóðendum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Akureyri

Kynning á frambjóðendum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Akureyri

Kynning á frambjóðendum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, sem fram fer laugardaginn 8. febrúar nk, hefur nú birst á profkjor.is, prófkjörssíðu Sjálfstæðisflokksins. Þar eru upplýsingar um frambjóðendur og áherslumál þeirra í prófkjörinu.

Utankjörfundarkosning í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Akureyri

Utankjörfundarkosning í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Akureyri

Utankjörfundarkosning í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Akureyri hefst mánudaginn 27. janúar nk. og stendur til föstudags 7. febrúar nk. Hér eru upplýsingar um kjörfund og kjörstaði í utankjörfundarkosningunni.

Kynning á frambjóðendum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Akureyri

Kynning á frambjóðendum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Akureyri

Kynningarblað um prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, sem fram fer laugardaginn 8. febrúar nk, birtist í miðopnu N4-dagskrá í þessari viku. Þar eru kjörstaðir vegna prófkjörsins, í utankjörfundi og á kjördegi, kynntir og upplýsingar um þá ellefu frambjóðendur sem eru í kjöri í prófkjörinu.

Fundur með frambjóðendum í prófkjöri

Fundur með frambjóðendum í prófkjöri

Frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, sem fer fram laugardaginn 8. febrúar nk. verða kynntir á fundum í Kaupangi 18. og 25. janúar nk. kl. 11:00. 18. janúar kynntu fimm frambjóðendur sig, en sex frambjóðendur munu kynna sig 25. janúar. Allir velkomnir - boðið upp á léttar veitingar.

Bæjarmálafundur 20. janúar

Bæjarmálafundur 20. janúar

Fyrsti bæjarmálafundur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri á nýju ári verður haldinn í Kaupangi mánudaginn 20. janúar kl. 20:00. Ólafur Jónsson, bæjarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, flytur framsögu um bæjarmálin. Rætt um skipulagsmál, fráveitu Akureyrarbæjar og stefnuumræðu um Norðurorku. Nefndarmenn og áheyrnarfulltrúar gera grein fyrir stöðu mála í þeirra nefndum.

Óli Björn aðstoðar Kristján Þór í fjarveru Ingu Hrefnu

Óli Björn aðstoðar Kristján Þór í fjarveru Ingu Hrefnu

Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, hefur ráðið Óla Björn Kárason tímabundið sem aðstoðarmann sinn í fjarveru Ingu Hrefnu Sveinbjarnardóttur, sem er í barnsburðarleyfi. Óli Björn er hagfræðingur að mennt og hefur fyrst og fremst starfað við blaðamennsku og ritstörf. Óli Björn hefur verið varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi frá árinu 2009.

Fundur með frambjóðendum í prófkjöri

Fundur með frambjóðendum í prófkjöri

Frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, sem fer fram laugardaginn 8. febrúar nk. verða kynntir á fundum í Kaupangi 18. og 25. janúar nk. kl. 11:00. 18. janúar munu fimm frambjóðendur kynna sig, en sex frambjóðendur 25. janúar. Allir velkomnir - boðið upp á léttar veitingar.

Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  |  Geislagötu 5   |   Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-AK á facebook  |  XD-NA á facebook