Aðalfundur kjördæmisráðs 13. mars - tillaga lögð fram um prófkjör

Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi verður haldinn á Zoom laugardaginn 13. mars nk. kl. 10:00. 

Á fundinum verður lögð fram tillaga stjórnar kjördæmisráðs um að prófkjör fari fram við val á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi við þingkosningar í haust.

Aðildarfélög flokksins í kjördæminu eru hvött til að halda aðalfundi sína í samræmi við sóttvarnarreglur eða í fjarfundarformi í aðdraganda aðalfundar kjördæmisráðsins.


Dagskrá fundarins:

10:00  Fundur hefst – kosning fundarstjóra og fundarritara

1. Skýrsla og reikningar
a. Skýrsla stjórnar – Kristinn Frímann Árnason, formaður kjördæmisráðs
b. Reikningsskil – Þórhallur Harðarson, gjaldkeri stjórnar kjördæmisráðs
c. Ákvörðun árgjalds

2. Kosningar
a. Kosning formanns
b. Kosning 14 stjórnarmanna og 15 varastjórnarmanna
c. Kosning kjörnefndar
d. Kosning í flokksráð
e. Kosning til miðstjórnar
f. Kosning skoðunarmanna reikninga

3. Flokksstarfið - verkefnin framundan:  Þórður Þórarinsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins

4. Staðan í pólitíkinni
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Njáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður, flytja framsögu. Í kjölfarið verða umræður.

5. Framboðsaðferð við val á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi
Stjórn kjördæmisráðs leggur til að prófkjör fari fram við val í efstu sæti á listanum. Formaður kjördæmisráðs kynnir tillöguna. Umræður og afgreiðsla í kjölfarið

6. Önnur mál

7. Fundarlok - formaður slítur fundi


Nánari upplýsingar um undirbúning fundarins og framboð í embætti á fundinum veitir Kristinn Frímann Árnason, formaður kjördæmisráðs, í tölvupósti á kelahus@gmail.com og í síma 695 1968.


Stjórn kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi


Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  |  Geislagötu 5   |   Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-AK á facebook  |  XD-NA á facebook