Að loknum aðalfundi Sjálfstæðisfélags Akureyrar

Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Akureyrar var haldinn á Hótel KEA í gærkvöldi. Þórhallur Jónsson var kjörinn formaður Sjálfstæðisfélags Akureyrar og hafði betur í formannsslag við Jóhann Gunnarsson og Jóhann Gunnar Kristjánsson, fráfarandi formann. Þórhallur hlaut 49 atkvæði. 79 gild atkvæði voru í formannskjörinu.

Þórhallur var áður formaður félagsins á árunum 2016-2018 og hefur setið í stjórn frá 2014. Hann var bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri 2018-2022 og hefur verið varabæjarfulltrúi frá 2022.


Með Þórhalli í aðalstjórn félagsins voru kjörin: Ragnar Ásmundsson, Svava Þ. Hjaltalín, Þórhallur Harðarson og Þórunn Sif Harðardóttir. Í varastjórn voru kjörin: Bjarni Sigurðsson, Emelía Bára Jónsdóttir, Jóhann Gunnarsson, Vilmundur Árnason og Daníel Sigurður Eðvaldsson.

Fundurinn stóð langt fram eftir kvöldi, enda kosning um formann, aðalstjórn og varastjórn. 

Gestur fundarins var Þórður Þórarinsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, sem flutti skýrslu um starf flokksins og verkefnin framundan á þessu ári.

Aðalfundur fulltrúaráðs sem átti að vera að loknum aðalfundi Sjálfstæðisfélags Akureyrar var settur um ellefuleytið en svo frestað enda langt liðið á kvöld. Ný tímasetning aðalfundar fulltrúaráðs verður auglýst fljótlega.


Nýrri stjórn Sjálfstæðisfélags Akureyrar er óskað til hamingju með kjörið og velfarnaðar í störfum sínum.


Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  |  Geislagötu 5   |   Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-AK á facebook  |  XD-NA á facebook