Vöxtur atvinnugreina

Spá Sam­taka iðnaðar­ins um þróun og fjölg­un starfa ger­ir ráð fyr­ir því að til árs­ins 2050 þurf­um við að skapa 60 þúsund ný störf til að standa und­ir hag­vexti og tryggja áfram þau lífs­gæði sem við öll erum vön. Þetta þýðir að skapa þarf u.þ.b. 2.000 ný störf á ári. Hvernig ætl­um við að mæta þess­ari þörf og skapa verðmæt störf? Hvernig vilj­um við sjá þróun starfa á land­inu öllu? Ættum við ekki að ýta und­ir þróun nýrra starfa í rót­grón­um at­vinnu­grein­um?

Mennt er mátt­ur

Mennta­kerfið þarf að vera í stakk búið til að und­ir­búa fólk fyr­ir ný störf í takt við þarf­ir at­vinnu­lífs­ins og sam­fé­lagsþróun hverju sinni. Mennt­un til framtíðar þarf að breyt­ast sem og viðhorf skóla­kerf­is­ins til breyttra tíma.

Miklu skipt­ir að auka þverfag­legt nám í iðn-, verk- og tækni­námi sem er til þess fallið að út­skrifa fleiri sem eru til­bún­ir til starfa í þeim at­vinnu­grein­um sem kalla á nýja þekk­ingu og nýj­ar lausn­ir. Að sama skapi þarf að efla sam­vinnu og sam­starf fræðasam­fé­lags­ins og at­vinnu­lífs­ins með því að nýta bet­ur rann­sókn­ir, efla ný­sköp­un og miðla þekk­ingu.

Sjáv­ar­út­veg­ur

Íslensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur skip­ar sér í fremstu röð í heim­in­um og af því meg­um við vera stolt. Sjáv­ar­út­veg­ur­inn er burðarás í at­vinnu­lífi lands­byggðar­inn­ar. Störf og starf­semi fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi skipt­ir miklu máli fyr­ir dreifðar byggðir lands­ins og landið allt. Ljóst er að afstaða íbúa lands­byggðar­inn­ar til ís­lensks sjáv­ar­út­vegs er gjör­ólík af­stöðu íbúa höfuðborg­ar­svæðis­ins til at­vinnu­grein­ar­inn­ar.

Al­mennt rík­ir sátt um það, hvort sem það er inn­an grein­ar­inn­ar eða utan, að inn­heimta eigi gjald vegna af­nota af nátt­úru­auðlind­inni. Umræðan er oft á tíðum af­vega­leidd með þeim hætti að fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi séu mót­fall­in því að greiða slíkt gjald. Á hinn bóg­inn er mik­il­vægt að slíkt af­nota­gjald sé sann­gjarnt og að þeir sem greiða fyr­ir af­nota­rétt af einni gjöf­ul­ustu nátt­úru­auðlind okk­ar Íslend­inga búi við stöðug­leika fyr­ir rekst­ur sinn.

Enda hafa sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­in fjár­fest gríðarlega í ný­sköp­un og aukið þannig tækni­fram­far­ir í grein­inni. Grund­vall­ar­atriði er að nú­ver­andi kerfi bygg­ist á vís­inda­legri nálg­un um sjálf­bæra nýt­ingu fisk­veiðistofna og arðsemi þess er með því hæsta sem ger­ist í heim­in­um.

Óvissa og óstöðugt rekstr­ar­um­hverfi má ekki valda því að þær tækni­fram­far­ir sem hafa orðið í sjáv­ar­út­vegi staðni og sam­drátt­ur verði í fjár­fest­ing­um inn­an grein­ar­inn­ar. Ný­sköp­un í sjáv­ar­út­vegi hef­ur skilað ábata til sam­fé­lags­ins á sviði nátt­úru- og um­hverf­is­vernd­ar, verðmæta­sköp­un­ar og nýt­ing­ar á afla.

Menn­ing og list­ir

Menn­ing­ar­líf skipt­ir okk­ur öll máli og öll vilj­um við búa við blóm­legt menn­ing­ar- og mann­líf. Fram­lög rík­is­ins til menn­ing­ar og lista á lands­byggðinni er hlut­falls­lega lágt miðað við fram­lög til sömu starf­semi á höfuðborg­ar­svæðinu.

Menn­ing og list ein­skorðast ekki við höfuðborg­ar­svæðið. Frum­kvæði og sköp­un­ar­gleði íbúa á lands­byggðinni er mik­il og það er hlut­verk stjórn­valda að ýta und­ir með þeim. Byggðir með öfl­ugt menn­ing­ar­líf eru spenn­andi og það er lík­legra að ungt fólk vilji setj­ast að til fram­búðar þar sem mann­líf er fjöl­breytt og aðlaðandi.

Land­búnaður

Það er auðvelt að segja að hvetja þurfi til ný­sköp­un­ar og tækni­fram­fara í land­búnaði en nú reyn­ir á að koma með lausn­ir til að ná mark­miðinu. Það gleym­ist stund­um að bænd­ur eru eins og all­ir aðrir sem standa í rekstri. Það þarf að mynda um­gjörð sem styður við þá og hvet­ur til nýliðunar í grein­inni. Það þarf að ryðja ýms­um hindr­un­um úr vegi og bæta starfs­um­hverfi grein­ar­inn­ar.

Íslensk­ur land­búnaður nýt­ur hlut­falls­lega mik­ils stuðnings frá stjórn­völd­um í alþjóðleg­um sam­an­b­urði. Taka þarf styrkja­kerfi land­búnaðar­ins til end­ur­skoðunar með það að mark­miði að gera bænd­um auðveld­ara fyr­ir að mæta breytt­um aðstæðum. Í því sam­hengi þarf að skoða sér­stak­lega hvort fýsi­legra sé að draga úr fram­leiðslu­tengd­um styrkj­um og koma á hvata-, land­bóta- og fjár­fest­inga­styrkj­um.

Mik­il tæki­færi eru í lofts­lag­stengd­um verk­efn­um í land­búnaði og því ættu stjórn­völd að horfa til þess að styðja bet­ur við verk­efni á sviði um­hverf­is- og lofts­lags­mála. Neyt­end­ur eru meðvitaðri um ábyrgð sína í lofts­lags­mál­um og því er mik­il­vægt að auka tengsl milli bænda og neyt­enda.

At­vinnu­veg­ir framtíðar­inn­ar

Fjölg­un nýrra verðmætra starfa er spenn­andi verk­efni sem við verðum að taka föst­um tök­um. Það má ekki ein­ung­is horfa til nýrra at­vinnu­greina sem kalla á fjölg­un starfa held­ur þurf­um við einnig að ýta und­ir sköp­un nýrra starfa í rót­grón­um at­vinnu­grein­um. Í þessu sam­hengi skipt­ir það ein­mitt máli að styðja við og aðstoða þær at­vinnu­grein­ar sem þegar hafa skotið rót­um í sam­fé­lag­inu og stuðla að því að þær haldi áfram að vaxa og dafna, sam­fé­lag­inu öllu til heilla.

Væn­leg­asta leiðin til fjölg­un­ar starfa felst í því að hlúa bæði að þeim rót­grónu at­vinnu­grein­um sem haldið hafa uppi verðmæta­sköp­un í sam­fé­lag­inu og að stuðla að því að nýj­ar at­vinnu­grein­ar nái fót­festu, vaxi og dafni, jafn­vel í sam­vinnu við þann at­vinnu­rekst­ur sem fyr­ir er.


Berglind Ósk Guðmundsdóttir
skipar 2. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi


Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  |  Geislagötu 5   |   Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-AK á facebook  |  XD-NA á facebook