Ungt fólk á Akureyri okkar allra

Á Akureyri er frábćrt fyrir ungt fólk ađ búa. Einn margra kosta eru stuttar vegalengdir sem gefur aukinn tíma fyrir gćđastundir međ fjölskyldu og vinum og meiri tíma til ađ sinna áhugamálum. Viđ búum svo vel ađ geta menntađ okkur á öllum skólastigum í heimabyggđ. Hér eru leikskólar vel mannađir af fagfólki og óvíđa er hlutfall fagmenntađra starfsmanna leikskóla hćrra en einmitt hér.

Grunnskólar eru ţađ vel mannađir ađ hér fást einu sinni ekki launađar starfsnámsstöđur fyrir kennaranema úr Kennaradeild Háskólans á Akureyri, en persónulega tel ég ađ útfćrslu starfsnámsins ţurfi ađ sjálfsögđu ađ ađlaga ađ öđru en kennaraskorti á höfuđborgarsvćđinu. Hér er gott framhaldsnám í bođi, međ vali um iđn- og bóknám. Auk ţess sem hér er háskóli sem varla ţarf ađ tíunda um hér hversu mikilvćgur er fyrir samfélögin utan höfuđborgarinnar.

Viđ eigum fjölda íţróttafélaga sem viđ getum veriđ stolt af og allir sem hér búa geta svo sannarlega fundiđ eitthvađ viđ sitt hćfi til ađ rćkta bćđi líkama og sál. FÉLAK sinnir mikilvćgu og öflugu forvarnarstarfi fyrir ungmennin okkar og ţví ţarf ađ hampa og efla. Ţá á unga fólkiđ sína talsmenn í ungmennaráđi en ég vil virkja ţađ enn frekar og gera ţađ sýnilegra en viđ sem barnvćnt samfélag eigum ađ sjálfsögđu ađ hlusta á raddir ţeirra og taka miđ af ţeim.

Allt er ţetta grunnurinn ađ sterku samfélagi ţar sem er eftirsóknarvert ađ búa. Samfélag sem býr til góđa umgjörđ utan um börnin okkar og heldur vel utan um okkur ţađ sem eftir er. Viđ stöndum vel ađ vígi en betur má ef duga skal. Áherslumál Sjálfstćđisflokksins á Akureyri taka svo sannarlega miđ af hagsmunum unga fólksins.

Traust fjármálastjórnun skiptir ţar miklu máli ţar sem lögđ verđur áhersla á ađ lćkka álögur á bćjarbúa en ţar er međal annars horf til gjalda sem hafa hćkkađ vegna utanađkomandi ţátta, svo sem fasteignagjalda og búa ţannig um hnútana ađ Akureyrarbćr standist samanburđ viđ önnur sveitarfélög á landinu hvađ ţađ varđar. Ţá viljum viđ einnig ađ leikskólapláss verđi gjaldfrjáls fyrir öll börn frá 12 mánađa aldri en međ ţví er svo sannarlega komiđ til móts viđ unga fólkiđ okkar međ börnin, sem ber mestu byrđarnar vegna íbúđarlána og leigu.

Á lista Sjálfstćđisflokksins er fjölbreyttur hópur fólks sem flest eiga ţađ sameiginlegt ađ hafa sjálft gengiđ sína skólagöngu hér, eđa hafa og eiga börn í skólum bćjarins. Ég er sjálf menntađur kennari frá HA og ţekki ţví skólakerfiđ afar vel. Á listanum eru einnig reynsluboltar sem starfa sjálfir í skólum bćjarins. Viđ búum yfir nauđsynlegri innsýn í ţá ţjónustu sem sveitarfélagiđ veitir og ţekkingu á ţví hvar taka ţarf til hendinni.

Ţađ er lykilatriđi ađ unga fólkiđ mćti á kjörstađ. Kosningaréttinum má aldrei taka sem sjálfsögđum hlut og okkur ber ađ nýta hann. Međ ţví ađ kjósa höfum viđ bein áhrif á ţađ hvađa fólk tekur sćti í bćjarstjórn og kemur til međ ađ hafa áhrif á nćrsamfélagiđ okkar til nćstu ára. Viđ í Sjálfstćđisflokknum höfum skýra framtíđarsýn og vitum ađ kominn er tími á breytingar og uppbyggingu. Setjum X viđ D ţann 14. maí fyrir Akureyri okkar allra.

 

Sólveig María Árnadóttir, verkefnastjóri
skipar 8. sćti á lista Sjálfstćđisflokksins á Akureyri í kosningunum 14. maí nk.


Svćđi

Sjálfstćđisflokkurinn á Akureyri  |  Ađsetur: Sjallinn (Glerárgötu 7)  |  Ritstjóri Íslendings: Stefán Friđrik Stefánsson   XD-AK á facebook