Um þetta snúast kosningarnar

Á kjör­dag blasa við tveir skýr­ir val­kost­ir. Samtín­ing­ur margra flokka með æv­in­týra­leg­an út­gjaldal­ista á kostnað al­menn­ings eða öfl­ug rík­is­stjórn sem hef­ur styrk og burði til að leysa áskor­an­ir til framtíðar og viðhalda efna­hags­leg­um stöðug­leika.

Kosn­ing­arn­ar snú­ast öðru frem­ur um eft­ir­far­andi mál og valið snýst um hverj­um er treyst­andi fyr­ir þeim.

1. Lægri skatt­ar tryggja betri lífs­kjör

Það skipt­ir heim­il­in öllu að við varðveit­um stöðug­leika og lága vexti. Til þess þarf áfram að reka ábyrga rík­is­fjár­mála­stefnu. Skatt­ar munu áfram lækka und­ir for­ystu Sjálf­stæðis­flokks­ins og ráðstöf­un­ar­tekj­ur fólks aukast.

Skatt­kerfið á ekki að refsa dug­legu og fram­taks­sömu fólki, það á að njóta eig­in upp­skeru. Á vefn­um skatta­lækk­un.is geta all­ir slegið inn sín laun og séð hverju mun­ar um skatta­lækk­an­ir síðustu ára.

Með lægri skött­um verður at­vinnu­lífið sterkt, ný­sköp­un held­ur áfram að blómstra og at­vinnu­leysi held­ur áfram að minnka.

Fjöl­flokka rík­is­stjórn af vinstri vængn­um mun hækka skatta og safna skuld­um til að borga fyr­ir óá­byrg­an lof­orðal­ista sem eng­in inni­stæða er fyr­ir. Við þurf­um að gæta hófs í út­gjöld­um og gæta þess að velta ekki lífs­kjör­um okk­ar í dag á herðar kom­andi kyn­slóða með óá­byrgri skulda­söfn­un. Sterk­ur rík­is­sjóður get­ur hjálpað fólki og fyr­ir­tækj­um í mót­byr eins og liðið ár sann­ar, skuld­sett­ur rík­iskassi ger­ir það ekki.

2. Olía út og raf­magn inn

Raf­væðing bíla­flot­ans hef­ur gengið von­um fram­ar og ár­ang­ur Íslands orðinn næst­best­ur í heimi. Við ætl­um að ganga lengra og verða fyrst þjóða óháð olíu.

Íslend­ing­ar sýndu að þeir geta lyft grett­i­staki í orku­skipt­um með hita­veitu­væðingu 20. ald­ar, þar sem við bund­um nær al­farið enda á ol­íu­notk­un til hús­hit­un­ar. Kola­mökk­ur­inn hvarf, kola­kjall­ar­arn­ir tæmd­ust og kola­bíl­arn­ir hurfu.

Á sama hátt get­um við losað okk­ur við gulu slikj­una yfir höfuðborg­ar­svæðinu, breytt bens­ín­stöðvum í spenn­andi þró­un­ar­land og síðast en ekki síst; hætt að eyða tug­um millj­arða í inn­flutta olíu.

Allt er þetta raun­hæft, en ef okk­ur er al­vara með að ráðast til at­lögu við lofts­lags­vána þarf okk­ur líka að vera al­vara með að sækja inn­lenda orku. Flokk­ar sem loka aug­un­um fyr­ir því og setja mest púður í að haka í box á eyðublöðum munu ekki ná raun­veru­leg­um ár­angri.

Fjöl­flokka rík­is­stjórn án Sjálf­stæðis­flokks hvorki vill né ræður við verk­efnið.

3. Heil­brigðis­kerfi fyr­ir fólkið, ekki fólk fyr­ir kerfið

Fólk á að fá nauðsyn­lega heil­brigðisþjón­ustu óháð efna­hag. Við eig­um vel fjár­magnað og öfl­ugt heil­brigðis­kerfi og fram­lög­in hafa stór­auk­ist und­an­far­in ár.

Við ætl­um að gera enn bet­ur og taka upp nýja þjón­ustu­trygg­ingu. Jafnt aðgengi að heil­brigðisþjón­ustu óháð rekstr­ar­formi og loforð um þjón­ustu inn­an 90 daga.

Þannig ein­blín­um við á að góð þjón­usta standi öll­um til boða, en fest­umst ekki í rör­sýn á að op­in­ber starfsmaður veiti hana. Við eig­um skýr­ar fyr­ir­mynd­ir ann­ars staðar á Norður­lönd­um og Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn lagði grunn að veg­ferðinni í heil­brigðisráðuneyt­inu á sín­um tíma.

Í lausn­um á borð við ís­lenskt frum­kvöðlastarf í fjar­heil­brigðisþjón­ustu liggja svo gríðarleg tæki­færi í að bæta þjón­ust­una og færa hana enn nær fólki um allt land.

Raun­veru­leg­ur ár­ang­ur næst ekki und­ir for­ystu flokka sem hafa enga stefnu aðra en að kalla á sí­fellt meiri pen­inga, óháð út­kom­unni. Und­ir for­ystu Sjálf­stæðis­flokks­ins verður kerfið til fyr­ir fólkið, en ekki fólkið fyr­ir kerfið.

Ísland er land tæki­fær­anna

Við höf­um fulla ástæðu til bjart­sýni og horf­urn­ar eru góðar. Ísland hef­ur farið bet­ur í gegn­um erfiða tíma en flest ríki og það gerðist ekki af sjálfu sér. At­vinnu­leysi fer hríðlækk­andi. At­vinnu­lífið styrk­ist á ný. Lífs­kjör okk­ar eru betri þrátt fyr­ir Covid. Skatt­ar hafa lækkað og kjör heim­il­anna stór­batnað fyr­ir vikið. Útflutn­ing­ur á hug­viti hef­ur marg­fald­ast og ný störf orðið til.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur verið burðarás í rík­is­stjórn sem stóðst þrek­prófið.

Við erum á réttri leið og á næstu fjór­um árum get­um við vaxið, tekið risa­stór skref í lofts­lags­mál­um með grænu orku­bylt­ing­unni, byggt upp okk­ar dýr­mæta vel­ferðar­kerfi og fjár­fest í fólki og hug­mynd­um.

Þetta mun ger­ast ef Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn er í rík­is­stjórn.


Bjarni Benediktsson
fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins


Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 18. september 2021


Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  |  Geislagötu 5   |   Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-AK á facebook  |  XD-NA á facebook