Tryggjum áfram festu og stöđugleika - kjósum Sjálfstćđisflokkinn

Ágćti kjós­andi. Til ham­ingju međ dag­inn!

Í dag kjós­um viđ full­trúa á Alţingi nćstu fjög­ur ár. Sam­an og hvert fyr­ir sig tök­um viđ ákv­arđanir sem munu hafa úr­slita­áhrif á fram­vindu ţjóđfé­lags­mála og stjórn­ar­hćtti til framtíđar. Kosiđ er um ólík dćg­ur­mál en fyrst af öllu framtíđarmark­miđ ţjóđar­inn­ar. Mikl­ir hags­mun­ir eru í húfi. Međ einu at­kvćđi höf­um viđ val um framtíđ sem vel­ferđ okk­ar allra bygg­ist á.

Ung­ir og kröft­ug­ir fram­bjóđend­ur

Ég fer fyr­ir lista Sjálf­stćđis­flokks­ins í Norđaust­ur­kjör­dćmi og biđ um ykk­ar stuđning. Á fram­bođslist­an­um er ólíkt en öfl­ugt fólk sam­starfs og sam­stöđu međ fjöl­breytt­an bak­grunn víđa ađ úr kjör­dćm­inu. Ungt og kröft­ugt fólk er komiđ í fram­varđarsveit ásamt hinum eldri sem búa ađ mik­illi reynslu. Ég leiđi stolt­ur sterk­an hóp.

Á fund­um og ferđum í víđfeđmu kjör­dćmi síđustu mánuđi hef ég fundiđ sterk­an hljóm­grunn sjálf­stćđis­stefn­unn­ar og međbyr í Norđaust­ur­kjör­dćmi. Sjálf­stćđis­stefn­an er gott vega­nesti kosn­inga­bar­áttu. Kjarn­inn er góđur málstađur, bjart­sýni og árćđni.

Áfram festa og stöđug­leiki

Sterk stađa efna­hags­lífs og ábyrg stjórn rík­is­fjár­mála hef­ur gert okk­ur kleift ađ tak­ast á viđ efna­hags­leg­ar af­leiđing­ar heims­far­ald­urs međ ár­ang­urs­rík­ari hćtti en flest­um. Ţví fer auđvitađ fjarri, ađ allt hafi tek­ist sem skyldi og enn bíđa fjöl­mörg verk­efni úr­lausn­ar. Meg­in­at­riđiđ er ađ lagđur hef­ur veriđ grund­völl­ur betri framtíđar og sókn­ar­fćr­in eru mörg. Öllu skipt­ir ađ ţessi ár­ang­ur glat­ist ekki.

Ein­vörđungu at­kvćđi greidd Sjálf­stćđis­flokkn­um trygg­ir áfram festu og stöđug­leika. Sá styrk­ur sem kjós­end­ur eru reiđubún­ir ađ veita Sjálf­stćđis­flokkn­um rćđur úr­slit­um.

Áfram land tćki­fćra

Sjálf­stćđis­flokk­ur­inn er flokk­ur kjöl­festu ís­lenskra stjórn­mála, trausts og stöđug­leika. Flokk­ur festu, frjáls­lynd­is og mannúđar sem hef­ur sýnt skýra for­gangs­röđun og bjarta sýn um hvernig ná eigi ár­angri og tryggja ís­lenskt sam­fé­lag áfram í fremstu röđ.

Viđ tök­um í dag ákvörđun um í hvers kon­ar ţjóđfé­lagi viđ vilj­um búa. Al­menn­ing­ur veit ađ trú á ein­stak­ling­inn og at­hafna­frelsi fólks er leiđ til betri lífs­kjara. Ţar býr trú á tćki­fćri og bjart­sýni til end­ur­reisn­ar, upp­bygg­ing­ar og verđmćta­sköp­un­ar. Međ slík­um fram­fara­hug byggj­um viđ sam­an sterk­ari og blóm­legri byggđir. Ţannig verđur Ísland áfram land tćki­fćra. 


Njáll Trausti Friđbertsson
oddviti Sjálfstćđisflokksins í Norđausturkjördćmi


Svćđi

Sjálfstćđisflokkurinn á Akureyri  |  Ađsetur: Kaupangi v/ Mýrarveg  |  Ritstjóri Íslendings: Stefán Friđrik Stefánsson | XD-NA á facebook