Ţú átt bara ađ kunna ţetta

Um ţessar mundir eru skil á skattframtali yfirvofandi. Ágćt áminning hér til ţeirra sem ţví kannski hafa gleymt. Sumir sitja sveittir og skilja ekkert í skýrslunni. Ađrir eru slakir og ýta bara á „áfram, áfram..“.

Hins vegar er hugsun mín önnur međ grein ţessari. Ţví ađ á ári hverju vaknar ţessi spurning „af hverju er ekki kennt ađ skila skattframtali í skóla?“.

Frábćr spurning, hún á vel viđ.

Ţađ hefur lengi veriđ talađ um ađ ţjálfa fjármálalćsi í grunnskóla. Ýmist er ţađ rćtt á sveitastjórnarstiginu eđa af alţingismönnum. Menn velta ţví fyrir sér hvar umrćđan eigi heima.

Ađalnámskrá grunnskólanna, sem mennta- og menningarmálaráđherra setur, er nú orđin áratugsgömul, ţar er í einu orđi minnst á fjármálalćsi í kaflanum „sjálfbćrni“. Ţađ ţarf ţví ađ knýja fram endurskođun á henni svo ađalnámskrá sé í takt viđ ţćr áherslur sem eiga viđ á hverjum tíma.

Sterkt hefđi veriđ ađ nefna fjármálalćsi í menntastefnu 2030 eđa ţá ţćr áskoranir sem blasa viđ unga fólkinu í dag ţegar störfin ţróast í takt viđ fjórđu iđnbyltinguna en bóknámiđ nćr ekki utan um ţćr samfélagslegu breytingar sem í gangi eru.

Ţetta er ekki einungis spurning um ađ lćra ađ skila skattskýrslunni, sem börn á 16 aldursári ţurfa ađ skila, heldur líka til ađ efla fjármálavitund í umhverfinu. Hvernig á ađ spara? Hvernig á ađ lesa launaseđilinn? Hvađa áhćtta fylgir ţví ađ taka smálán?

Ţađ ţarf líka ađ ţjálfa almenna skynsemi

Viđ stöndum fyrir ţví ađ raunfćrni, eđa almenn hćfni, er ýmist ekki ţjálfuđ eđa ţá ađ kennsluefniđ sé úrelt. Ţetta heyrist bćđi frá nemendum og kennurum á grunnskólastiginu.

Áskoranir nútímans kalla á frekari frćđslu um t.d. lýđheilsu út frá lífstílssjúkdómum og almennu heilbrigđi, einnig kynfrćđslu í takt viđ tímann.

Ţjálfun í gagnrýnni hugsun á yngri skólastigum gćti reynst dýrmćt fyrir ţá ungu einstaklinga sem lćra ađ beita henni gagnvart stanslausu upplýsingaflćđi og óreiđu sem birtist á öllum miđlum. Viđ ţjálfum ađ beita almennri skynsemi gagnvart „fake news“ og ţá mögulega náum viđ utan um ţann skađa sem algóritminn á samfélagsmiđlunum kann ađ veita.

Atvinnulífiđ kallar einnig á fleiri einstaklinga sem kunna ađ beita gagnrýnni hugsun og hafa greiningarfćrni á ţví mikla magni af upplýsingum sem vinna ţarf úr hverju sinni. Ţví ţarf ađ efla ţessa fćrni mun fyrr en á háskólastigi.

Skapandi greinar sem undirstađa nýsköpunar

Gera ţarf list- og verknámi hćrra undir höfđi. Ţađ verkefni hefur veriđ í gangi og í sjálfu sér gengiđ vel. En viđ ţurfum líka ađ efla skapandi greinar á grunnskólastiginu og kynda undir frumkvöđulinn í einstaklingnum. Skapandi hugsun leiđir til nýsköpunar og nýsköpun er forsenda framfara og aukinnar verđmćtasköpunar í samfélaginu.

Tćkifćrin eru mörg og tíminn til ađ hrista upp í hlutunum er núna. Hvenćr ćtlum viđ ađ hćtta ađ hugsa „ţetta hefur alltaf veriđ gert svona“? og raunverulega breyta?


Berglind Ósk Guđmundsdóttir
lögfrćđingur og varabćjarfulltrúi Sjálfstćđisflokksins á Akureyri


Svćđi

Sjálfstćđisflokkurinn á Akureyri  | Ađsetur: Kaupangi v/Mýrarveg  |  Ritstjóri Íslendings: Stefán Friđrik Stefánsson  |  XD-Ak á facebook