Samvinna dregur úr streitu

Niđurstöđur ýmissa rannsókna benda til ţess ađ langvarandi streita leiđi til líkamlegra einkenna og kulnunar ţegar fram í sćkir. Streita er í grunninn eđlilegt fyrirbćri og er viđbragđ tauga- og hormónakerfa líkamans viđ yfirvofandi hćttu eđa álagi. Hún er yfirleitt tímabundiđ viđbragđ en ţegar hún verđur viđvarandi ţá er hún neikvćđ og getur haft varanleg áhrif ef ekkert er ađ gert.

Streita hefur mikiđ veriđ í umrćđunni ţessa dagana, börn mćlast međ aukinn kvíđa, starfsmenn víđa í samfélaginu upplifa mikiđ álag og reyna sitt besta til ađ klára vinnudaginn og gera sig klára fyrir ţann nćsta. Streita hefur fengiđ athygli mögulega vegna ţess ađ af henni hlýstkostnađur. Veikindi aukast međal starfsfólks, vinnuframlag minnkar sem hefur síđan áhrif á rekstur fyrirtćkja.

En hvađ er til ráđa? Mitt starf síđustu ár hefur falist í ţví ađ samrćma og straumlínulaga skráningu heilbrigđisfagfólks innan rafrćnna sjúkraskrárkerfa. Ţar skiptir hver mínúta máli ţar sem áhersla er lögđ á ađ skjólstćđingur fái viđeigandi ţjónustu á sem stystum tíma. Mikilvćgt er ađ gögn rati á rétta stađi innan heilbrigđisstofnunarinnar og milli heilbrigđisstofnana, skráning sé góđ og kerfiđ styđji viđ ferliđ.

Ég er fylgjandi ţví ađ rćđa hlutina opinskátt og af hreinskilni. Ţađ gefur mér betri sýn á hlutina, aukinn skilning og ađ auki svör. Svör sem oft á tíđum róa hugann, leysa ýmis vandamál og/eđa koma verkefnum mínum áfram. Ţađ er kominn tími til ađ viđ endurhugsum hlutina í víđara samhengi. Brjótum niđur veggi stofnana t.a.m. skóla, félagsţjónustunnar, heilsugćslu og heilbrigđisstofnana, nýtum ţau úrrćđi sem eru til stađar í samfélaginu og aukum samvinnu. Straumlínulaga ţarf vinnulag milli stofnana og auđvelda ţarf gagnavinnslu og ferli gagna. Markmiđiđ er ađ hámarka gćđi ţjónustunnar.

Hverju vandamáli/verkefni fylgir áskorun og í raun tćkifćri. Viđ eigum ótrúlega hćft fólk í okkar samfélagi. Samvinna fćrir okkur aukinn skilning á vandamálum/verkefnum og starfi stofnana. Samvinna bćtir samskipti, eykur flćđi og hámarkar afköst hvers starfsmanns. Ţegar einstaklingur hvort sem hann er starfsmađur eđa notandi ţjónustunnar upplifir stuđning og ađ á hann sé hlustađ, dregur ţađ úr álagi.

Upplýsingagjöf er einnig mikilvćg en međ auknu gegnsći í ţjónustu ţá ćttu bćđi skjólstćđingur og starfsmađur ađ hafa allar upplýsingar hjá sér. Ţađ eykur öryggistilfinningu en hún er ein af grunnţörfum mannsins. Öryggistilfinningin gefur okkur andrými til ţess ađ rćđa okkar á milli og komast ađ niđurstöđu. Samrćmingin og samvinnan ćtti ađ spara okkur dýrmćta fjármuni og ekki síst ţađ sem ég tel enn mikilvćgara – minnka álag og streitu.

Velferđarráđuneytiđ stóđ fyrir ráđstefnu nýlega um snemmtćka íhlutun í málefnum barna á Íslandi. Ţar var ţví lýst yfir ađ íslenskt ţjóđfélag yrđi ađ sameinast í ţessu verkefni. Á ráđstefnunni var kynnt svokallađ Austurlandslíkan sem er fyrirmynd nýborgaramódels ţar sem sex sveitarfélög á Austurlandi standa ađ. Ţetta módel gengur út á aukiđ samstarf fagađila, skóla heilsugćslu og félagsţjónustunnar.

Viđ í Sjálfstćđisflokknum á Akureyri skorumst ekki undan og teljum samfélagsábyrgđina mikla, hér er tćkifćri til betrunar. Í okkar stefnuskrá er áhersla á forvarnir og heilsueflandi ađgerđir í lýđheilsumálum. Viđ munum auka samvinnu milli ríkis og sveitarfélags og beita okkur fyrir ţví ađ efla ţjónustuna og vinna markvisst ađ ţví ađ draga úr streitu og auka vellíđan bćjarbúa.


Erla Björnsdóttir, hjúkrunarfrćđingur og verkefnastjóri á Sjúkrahúsinu á Akureyri
skipar 20. sćti á frambođslista Sjálfstćđisflokksins á Akureyri. 


Svćđi

Sjálfstćđisflokkurinn á Akureyri  | Ađsetur: Kaupangi v/Mýrarveg  |  Ritstjóri Íslendings: Stefán Friđrik Stefánsson  |  XD-Ak á facebook