Óumbeđin verkstjórn afţökkuđ

Nýlega var tilkynnt hvađa verkefni hefđu orđiđ fyrir valinu viđ fyrstu úthlutun úr Fiskeldissjóđi. Heildarfjárhćđ úthlutunar var um 100 milljónir króna. Alls bárust sjóđnum 14 umsóknir frá sveitarfélögum á Vestfjörđum og Austfjörđum ţar sem sótt var um 240 milljónir króna alls. Ţrír styrkir fóru til Vestfjarđa samtals um 34 milljónir og tveir til Austfjarđa samtals rúmar 70 milljónir. Eđli málsins samkvćmt eru ekki allir sáttir međ ţessa fyrstu úthlutun. Bent hefur veriđ á ađ innborganir í sjóđinn á síđasta ári hafi ađ megninu til komiđ frá sunnanverđum Vestfjörđum og ţví skjóti skökku viđ hve hátt hlutfall styrkja fari austur. Jafnframt endurspegli úthlutunin ađstöđumun milli stćrri og minni sveitarfélaga.

Af ţessu tilefni er rétt ađ rifja upp ađ allt frá ţví ađ drög ađ reglugerđ um fiskeldissjóđ birtust í Samráđsgátt í lok árs 2019 hafa sveitarfélögin gert alvarlegar athugasemdir viđ fyrirkomulagiđ og raunar gjaldtöku af fiskeldisstarfsemi í heild sinni. Í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga sem unnin var í samráđi viđ Samtök sjávarútvegssveitarfélaga dags. 8. janúar 2020 segir: „Í upphafi telur Samband íslenskra sveitarfélaga óhjákvćmilegt ađ halda ţví til haga ađ viđ setningu laga um gjaldtöku af fiskeldi lagđist ţađ ásamt Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga eindregiđ gegn ţeirri leiđ ađ stofna sérstakan sjóđ til ađ ráđstafa hluta tekna ríkisins af gjaldtöku á fiskeldisstarfsemi. Á allan hátt vćri eđlilegra ađ sveitarfélögin fengju í sinn hlut beina hlutdeild í tekjum af slíkri starfsemi til ađ standa undir nauđsynlegri innviđauppbyggingu.“

Í ljósi ţeirra stjórnarmyndunarviđrćđna sem nú eiga sér stađ er gott til ţess ađ vita ađ samkvćmt kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins er mikilvćgt ađ: „…regluverk um fiskeldi verđi endurskođađ til ađ tryggja sanngjarna gjaldtöku fyrir afnot af sameiginlegum auđlindum. Skipting ţeirra tekna milli ríkis og sveitarfélaga verđi sanngjörn.“ Í stjórnmálaályktun Sjálfstćđisflokksins frá ţví í ágúst segir ennfremur: „Fiskeldi er vaxandi hluti íslensks sjávarútvegs og gefur aukin tćkifćri til verđmćtasköpunar. Skođađ verđi međ hvađa hćtti megi auka beina hlutdeild sveitarfélaga ađ tekjum í greininni.“

Í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga sem vísađ er í hér ađ fram segir einnig: „Ađ áliti sambandsins er ţađ fyrirkomulag ađ úthluta fjármunum til sveitarfélaga í gegnum Fiskeldissjóđ einungis tímabundiđ ástand og stefna beri ađ ţví ađ sveitarfélög fái sem fyrst beinar tekjur af fiskeldisstarfseminni.“

Af áherslum meirihluta stjórnarflokkanna ađ dćma hafa sveitarfélögin sem um rćđir engu ađ kvíđa. Fiskeldissjóđi er ćtlađ ađ veita sveitarfélögum styrki til uppbyggingar innviđa, ţar sem fiskeldi í sjókvíum er stundađ, og styrkja ţar međ samfélög og stođir atvinnulífs á ţeim svćđum. Kjörnum fulltrúum á Vestfjörđum, Austfjörđum og mögulega viđ Eyjafjörđ er fyllilega treystandi til ađ vega og meta hvar uppbyggingar er ţörf innan ţeirra sveitarfélaga og afţakka óumbeđna verkstjórn í ţeim efnum.


Gauti Jóhannesson
forseti sveitarstjórnar Múlaţings


Svćđi

Sjálfstćđisflokkurinn á Akureyri  |  Ađsetur: Kaupangi v/ Mýrarveg  |  Ritstjóri Íslendings: Stefán Friđrik Stefánsson | XD-AK á facebook