Mikil tćkifćri leynast í hugverkaiđnađi sem útflutningsgrein

Herra forseti. Góđir landsmenn.

Á fullveldisdegi er viđ hćfi ađ horfa um öxl og velta fyrir sér hverju ţjóđin hefur áorkađ á ţeim tíma sem liđinn er frá ţví ađ Danir viđurkenndu fullveldi Íslands áriđ 1918. Viđ eigum ađ minnast ţeirra kynslóđa međ ţakklćti sem stuđluđu ađ ţví ađ umbreyta einu fátćkasta ríki Evrópu í eitt ţađ ríkasta í veröldinni. Ţađ er hreint ekki sjálfgefiđ ađ ţjóđir upplifi svo miklar og vel heppnađar samfélagsbreytingar á tiltölulega skömmum tíma, en ţađ gerist ţegar leiđtogar og ţau sem í stafni standa hafa kjark, ţor og skýra framtíđarsýn.

Ćviskeiđ minnar kynslóđar telst ekki sérlega langt í árum taliđ en viđ höfum samt upplifađ margt og mikiđ um dagana. Viđ ólumst upp í skugga kalda stríđsins og lásum blađsíđur í símaskrá heimilanna ţar sem fjallađ var um viđbrögđ viđ kjarnorkustyrjöld. Síđar tókumst viđ á viđ ađrar ađsteđjandi ógnir gagnvart mannkyni, allt frá HIV-veirunni til súra regnsins og gats á ósonlagi á norđurslóđum.

Ţađ hefđi veriđ auđvelt ađ fyllast vonleysi en okkur lćrist ađ lífiđ heldur áfram. Ţess vegna vil ég hvetja til dáđa unga fólkiđ sem nú horfir til loftslagsbreytinga međ kvíđa. Ţótt stundum virđist miđa hćgt ţá sjáum viđ samt gríđarstór skref stigin um allan heim til ađ snúa ţessari ţróun viđ og viđ hér, ţingmennirnir í ţessum sal, munum ekki láta okkar eftir liggja. Verum hugdjörf ţví ađ viđfangsefnin eru óţrjótandi til ađ leysa međ bjartsýni ađ vopni.

Góđir Íslendingar. Ţađ fer vel á ţví ađ ríkisstjórnin leggi áherslu á ađ vaxa til velsćldar. Ţađ hefur reynst okkur best í gegnum tíđina. Ţannig verđa til fleiri störf og aukin verđmćti til ađ standa undir auknum lífsgćđum landsmanna og velferđ okkar. Eftir mótlćti og djúpa dýfu sem skrifast á veirufaraldurinn bođar ný ríkisstjórn mjög ákveđna viđspyrnu og stórsókn í atvinnulífinu. Ţađ er bođskapur stjórnarsáttmálans ađ tryggja einkarekstri enn betri skilyrđi til ađ ţróast og dafna, samfélaginu öllu til góđs.

Mikil tćkifćri liggja á sviđi hugverkaiđnađar. Hugverkaiđnađur sem byggir á hugviti og nýsköpun er vaxandi stođ útflutnings sem getur hćglega orđiđ öflugasta stođ atvinnulífsins. Viđ höfum mörg dćmi hérlendis og erlendis um árangur og áhrif nýsköpunar. Ţví ber ađ fagna ađ ríkisstjórnin tryggi góđa umgjörđ nýsköpunar og međ öflugum frumkvöđlum um land allt er ég sannfćrđ um ađ viđ munum sjá ávöxt ţess á komandi árum.

Í sáttmálanum er talađ um ađ efla nýsköpunarhugsun í menntakerfinu. Ţar getum viđ veriđ á grćnni grein. Ég staldra líka viđ markmiđ um ađ festa í sessi heimildir lífeyrissjóđa til ađ eiga yfir 20% í nýsköpunar- og vaxtarsjóđum og ađ stuđlađ verđi ađ ţví ađ lífeyrissjóđir fái rýmri heimildir til ađ ávaxta eignir sínar.

Í stjórnarsáttmálanum eru mörg fleiri skilabođ sem falla mér sérlega vel í geđ. Fyrir utan atvinnumál ţá stóđu heilbrigđismálin og málefni aldrađra kjósendum nćrri. Ţađ fann ég glöggt á ferđum mínum vegna kosninganna og ţví er ánćgjulegt ađ sjá ríkisstjórnina koma til móts viđ ţćr áherslur međ auknum fjárframlögum og markmiđum um ađ draga úr jađaráhrifum tekjutenginga í almannatryggingakerfinu og bćta afkomu eldri borgara og öryrkja.

Ég varđ vör viđ ţađ á ferđum mínum í Suđurkjördćmi á árinu ađ ríkisstjórnarsamstarfiđ naut víđtćks stuđnings og ađ sama skapi gaf fólk á förnum vegi lítiđ fyrir málflutning stjórnarandstöđunnar. Fólk vill stöđugleika og óttast afleiđingar kollsteypustjórnmála. Ţess vegna komu úrslit kosninganna mér ekki á óvart og rökrétt var ađ láta reyna á áframhaldandi samstarf flokkanna ţriggja sem mynduđu ríkisstjórn fyrir fjórum árum.

Í heildina litiđ ber stjórnarsáttmáli međ sér pólitískan vorblć nú ţegar viđ erum annars stödd í svartasta skammdeginu. Hann ber međ sér von og ţess vegna leyfi ég mér ađ vera bjartsýn á komandi kjörtímabil.

— Góđar stundir.


Guđrún Hafsteinsdóttir
oddviti Sjálfstćđisflokksins í Suđurkjördćmi


Svćđi

Sjálfstćđisflokkurinn á Akureyri  |  Ađsetur: Kaupangi v/ Mýrarveg  |  Ritstjóri Íslendings: Stefán Friđrik Stefánsson | XD-AK á facebook