Jákvæð orka

Sól­in og blíðan á Norðaust­ur­land­inu síðustu vik­ur hef­ur reynst kraft­mik­il víta­mínsprauta fyr­ir sam­fé­lög lands­byggðanna. Hér iðar allt af lífi og mest áber­andi er sú já­kvæðni og bjart­sýni sem fólk býr yfir. Með þessu áfram­haldi verðum við öll full af orku í haust og reiðubú­in að mæta þeim áskor­un­um sem okk­ar bíða í kjöl­far heims­far­ald­urs.

Hjól at­vinnu­lífs­ins eru far­in að snú­ast og ýmis já­kvæð teikn þar á lofti; hækk­andi ál­verð, vöxt­ur í fisk­eldi, fjár­fest­ing­ar í sjáv­ar­út­vegi og svona mætti áfram telja. Þrátt fyr­ir það eru þó ýmis tæki­færi til staðar til að stuðla að auk­inni fram­sækni at­vinnu­lífs­ins og ásókn­ar í ný tæki­færi.

Gríp­um tæki­fær­in

Upp­bygg­ing eft­ir heims­far­ald­ur­inn verður að eiga sér stað um land allt. Við eig­um að stíga full­um fet­um áfram í þeim verk­efn­um sem hafa já­kvæð efna­hags, um­hverf­is- og fé­lags­leg áhrif á sam­fé­lög­in utan höfuðborg­ar­svæðis­ins. Framtíð at­vinnu­lífs á Norðaust­ur­landi leyn­ist í græn­um tæki­fær­um og verk­efn­um sem fela í sér já­kvæða niður­stöðu á um­hverfið og nátt­úr­una.

Til umræðu er mögu­leg upp­bygg­ing á græn­um iðngörðum á Bakka, Húsa­vík, og einnig var ný­verið und­ir­rituð vilja­yf­ir­lýs­ing um græn­an orkug­arð á Reyðarf­irði. Leggja þarf kraft í verk­efn­in svo þau verði að veru­leika og því er þörf á því að móta stefnu um næstu skref í græn­um tæki­fær­um í lands­hlut­an­um. Hér er veru­leg þörf á grænni ný­fjár­fest­ingu í at­vinnu­líf­inu og eru græn­ir iðn- eða orkug­arðar ein­mitt verk­efni sem fela í sér al­vöru inn­spýt­ingu til at­vinnu­líf­is­ins til framtíðar.

Græn­ir iðngarðar fela í sér tæki­færi til að stuðla að sjálf­bærri auðlinda­nýt­ingu þar sem fyr­ir­tæki á til­teknu svæði skipt­ast á orku og hrá­efn­um. Úrgang­ur eins fyr­ir­tæk­is get­ur reynst auðlind ann­ars. Græn­ir orkug­arðar miða að því að þróa nýj­ar lausn­ir í orku­mál­um þar sem meðal ann­ars er leitað leiða til að hraða orku­skipt­um, til dæm­is með fram­leiðslu á ra­feldsneyti eins og vetni á starfs­svæðinu.

Verk­efn­in munu auka lík­ur á því að Ísland nái mark­miðum sín­um um los­un gróður­húsaloft­teg­unda og end­ur­nýt­ingu úr­gangs.

Byggðirn­ar efl­ast

Ekki liggja ein­ung­is efna­hags­leg­ir hvat­ar að baki verk­efn­um á borð við græna iðn- og orkug­arða, held­ur munu verk­efn­in einnig reyn­ast sem lyfti­stöng fyr­ir sam­fé­lög­in á Norður- og Aust­ur­landi til fé­lags­legr­ar upp­bygg­ing­ar. Vænt­an­leg fólks­fjölg­un í tengsl­um við verk­efn­in mun hafa góð áhrif á sveit­ar­fé­lög­in. Staðsetn­ing­in er lyk­ill­inn og það er mik­il­vægt að tryggt sé að upp­bygg­ing á græn­um iðn- og orku­görðum verði hér í lands­hlut­an­um.

Sól­skinið hef­ur ekki ein­ung­is lyft brún­inni á lands­mönn­um, held­ur lýs­ir hún einnig upp þau verðmæti og tæki­færi sem hér í landshlut­an­um leyn­ast.


Berglind Ósk Guðmundsdóttir
frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi


Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  |  Geislagötu 5   |   Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-AK á facebook  |  XD-NA á facebook