Hvađ viljum viđ unga fólkiđ eiginlega?

Ég hafđi velt ţví fyrir mér lengi vel, hvernig ég gćti haft áhrif á ţađ samfélag sem ég kýs ađ búa í. Ţá tel ég mig vita ađ viđ unga fólkiđ viljum fjölbreytta atvinnumöguleika svo viđ veljum ađ búa hér til frambúđar. Öruggan leigumarkađ og tćkifćri til ađ kaupa eignir sem hannađar eru međ ţarfir okkar unga fólksins í huga.

Viđ vitum ađ ţađ ţarf ađ styđja betur viđ atvinnulífiđ, frumkvöđla og nýsköpun. Viđ ţurfum aukna frćđslu á vinnumarkađnum og fjármálalćsi í skólakerfiđ almennt. Ţá vil ég lýsa stríđi á hendur kvíđa og ţunglyndi, ástandiđ er óviđunnandi í dag og viđ ţurfum ađ grípa mun fyrr til ađgerđa.

Vill láta gott af sér leiđa

Viđ búum svo vel ađ geta menntađ okkur á öllum skólastigum hér í heimabyggđ, viđ ţurfum í raun aldrei ađ flytja úr bćjarfélaginu, sem er ótrúlega mikill kostur. Háskólinn er í mikilli sókn hér á svćđinu og er mjög heillandi kostur fyrir unga Akureyringa, til ađ mennta sig á sínu áhugasviđi.

Ég hef tekiđ ţátt í ađ móta stefnu skólans fyrir nćstu fimm árin og er ţakklát ađ hafa fengiđ tćkifćri til ţess. Ađ sitja fyrir hönd rúmlega 2000 stúdenta í háskólaráđi var mikil reynsla og gott veganesti fyrir framtíđina.

Nú er ţó komiđ ađ útskrift og ég mun ekki lengur hafa tćkifćri til ţess ađ hafa áhrif á gćđi náms eđa námsframbođ lengur. Ég er hinsvegar mjög spennt fyrir ţví ađ fá ađ sitja hinum megin viđ borđiđ, ađ gera sveitarfélagiđ ađ ađlađandi kost fyrir ungt fólk til búsetu, tryggja hér framúrskarandi ţjónustu og ađstćđur til ţess ađ setjast hér ađ, byggja heimili og fjölskyldu.

Ţađ vil ég gera sem fulltrúi unga fólksins á Akureyri í bćjarstjórn. Ég gef kost á mér ţví ég vil láta gott af mér leiđa og vil ţjóna unga fólkinu á Akureyri betur. Persónulega myndi ég vilja sitja fundi ungmennaráđs reglulega til ađ heyra áherslur unga fólksins á Akureyri og leggja mig fram ađ starfa samkvćmt ţeim, ef ég fengi sćti í bćjarstjórn.

Skiptir máli ađ mćta á kjörstađ

Sjálf hef ég verulegar áhyggjur af kosningaţátttöku okkar unga fólksins. Ţađ skiptir gríđarlega miklu máli ađ mćta á kjörstađ á kjördag og kjósa. Ţannig höfum viđ bein áhrif á ţađ hverjir sitja í bílstjórasćtinu nćstu fjögur árin.

Ţađ eru svo ótal margir ţćttir í stjórnkerfi bćjarins sem snúa ađ okkur unga fólkinu, ţađ er kominn tími á ungan fulltrúa í bćjarstjórn, og ţess vegna hvet ég ykkur til ađ setja x viđ D ţann 26. maí.

Berglindi í bćjarstjórn!

 

Berglind Ósk Guđmundsdóttir, laganemi
skipar 5. sćtiđ á frambođslista Sjálfstćđisflokksins á Akureyri 


Svćđi

Sjálfstćđisflokkurinn á Akureyri  | Ađsetur: Kaupangi v/Mýrarveg  |  Ritstjóri Íslendings: Stefán Friđrik Stefánsson  |  XD-Ak á facebook