Hugleiđing um lokun neyđarbrautar á Reykjavíkurflugvelli

Nú er liđinn rúmur mánađur síđan Hćstiréttur felldi ţann dóm ađ loka skyldi neyđarbrautinni á Reykjavíkurflugvelli í síđasta lagi 29. september. Dómur sem snérist fyrst og fremst um valdheimildir ráđherra en ekki međ nokkrum hćtti um öryggishagsmuni almennings svo ţví sé haldiđ til haga.

Í síđustu viku, einmitt á ţeim degi sem Bretar afhentu íslenskum stjórnvöldum flugvöllinn til eignar fyrir 70 árum síđan, sendi Isavía rekstrarađili flugvallarins út ţetta NOTAM-skeyti. Í skeytinu kemur fram ađ neyđarbrautinni hafi veriđ lokađ fyrir fullt og allt 4. júlí sl. eins og kemur fram í liđ E:   "E) RWY 06/24 HAS BEEN PERMANENTLY CLOSED“.

Ţađ eru liđin rúm sex ár síđan ég hóf afskipti af pólitík hér á Akureyri. Eitt af ţeim málum sem ýttu undir ţau afskipti voru međal annars málefni Reykjavíkurflugvallar og í hvađa stöđu ţau voru komin. Á ţeim tímapunkti (2010) var gert ráđ fyrir ađ norđur-suđur flugbrautinni, lengstu braut vallarins yrđi lokađ áriđ 2016 og einungis vestur-austur brautin yrđi opin til 2024.

Hins vegar var öllum ţeim sem ţekktu til mála ljóst ađ yrđi ađalflugbrautinni lokađ 2016 yrđu engar forsendur til áframhaldandi flugreksturs í Vatnsmýrinni frá og međ ţeim tímapunkti. Nothćfisstuđull flugvallarins fćri niđur í ruslflokk sem ţýddi ađ flugvöllurinn vćri lokađur fjórđa til fimmta hvern dag.

Ţiđ ágćtu lesendur myndu vart trúa ţví hversu oft ég hef heyrt frá ráđherrum, alţingismönnum, sveitarstjórnarmönnum og svo mörgum, mörgum öđrum: "Njáll, hafđu engar áhyggjur af ţessu ţetta mun aldrei gerast“.

Til ţeirra sem hafa talađ međ ţessum hćtti á undanförnum árum vil ég segja: 
Ţetta er ađ gerast og ţađ er ađ gerast á ykkar vakt. 

Ţví miđur er ţađ ţannig ađ sumariđ er stutt hjá okkur og ţađ er ekki langt í fyrstu haustlćgđirnar og síđan veturinn.

Takiđ ţá ákvörđun sem ţiđ ein getiđ tekiđ.

Tryggiđ Reykjavíkurflugvöll óskertan áfram í Vatnsmýri.

Njáll Trausti Friđbertsson
bćjarfulltrúi Sjálfstćđisflokksins á Akureyri og formađur Hjartans í Vatnsmýri


Svćđi

Sjálfstćđisflokkurinn á Akureyri  | Ađsetur: Kaupangi v/Mýrarveg  |  Ritstjóri Íslendings: Stefán Friđrik Stefánsson  |  XD-Ak á facebook