Búum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld

Þegar að málefnum aldraðra kemur er umræðan gjarnan þannig að hér sé margt í ólestri og biðlistar eftir þjónustu eða dvöl á öldrunarheimili séu langir. Fólk talar um að hér séu einstaklingar í heimahúsum sem ráði bara alls ekki við það og margir ættingjar séu að bugast vegna þess að ekki er hlustað á þá. Sé það á einhvern hátt raunin þá þarf að bregðast við því.

Sumir efast um þá hugmyndafræði að fólk eigi að búa sem lengst heima hjá sér og sjá hana ekki alveg ganga upp. Það þarf að eyða allri óvissu og ótta þegar kemur að öldruðum, það er best gert með fræðslu og skýrum og aðgengilegum upplýsingum. Velferðartækni er einn liður í að efla þjónustu við eldra fólk og auka á öryggi þess, hana þarf að kynna og leggja aukna áherslu á. Til þess þarf fjármagn.

Tölum um það sem vel er gert og skoðum hvað við getum gert betur. Einn aldraður einstaklingur sem er í erfiðleikum heima er einum öldruðum einstaklingi of mikið. Við þurfum aukið fé frá ríkinu til reksturs dvalarheimilanna, fyrir því þarf að berjast.

Metnaður okkar er mikill, gerum Akureyri að aldursvænum bæ, þannig verður hann betri fyrir fullorðið fólk. Gerum bæinn betri fyrir alla!


Svava Þ. Hjaltalín, grunnskólakennari og nefndarmaður í velferðarráði Akureyrarbæjar
skipar 17. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri


Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  |  Geislagötu 5   |   Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-AK á facebook  |  XD-NA á facebook