Bjartsýn og um leiđ hugrökk

Nú hef­ur stjórn­arsátt­máli nýrr­ar rík­is­stjórn­ar loks litiđ dags­ins ljós. Eitt af ein­kenn­um hans eru tćki­fćr­in sem blasa viđ. Tími er nú kom­inn til ađ láta hend­ur standa fram úr erm­um svo tćki­fćr­in renni ekki úr greip­um okk­ar. Til ţess ţarf ekki síst hug­rekki og kraft.

At­vinnu­lífiđ er ađ taka hressi­lega viđ sér og ţeir at­vinnu­veg­ir sem skipta hvađ mestu máli á lands­byggđinni eru í full­um blóma. Ţađ er mik­il lukka ađ loks­ins hyll­ir und­ir al­menni­lega lođnu­vertíđ sem skila mun veg­lega til ţjóđarbús­ins og dreifđari byggđa um landiđ allt. Útflutn­ings­verđmćti eru sí­fellt ađ aukast og bend­ir margt til ađ hug­verkaiđnađur­inn verđi ein af meg­in­stođum ís­lensks at­vinnu­lífs og skipti ţar af leiđandi sköp­um í framtíđ efna­hags­lífs Íslands. Lands­byggđin á ţar einnig mikiđ und­ir, ţví Covid hef­ur ein­mitt kennt okk­ur mý­margt um tćki­fćr­in í tćkn­inni og ađ stađsetn­ing ţurfi ekki ađ skipta máli hvort sem er í námi eđa starfi.

Skyn­sam­legt vćri ađ efla ţá há­skóla sem framar­lega hafa stađiđ í ţví ađ efla sveigj­an­legt náms­form. Ţar ađ auki er vert ađ nefna ađ međ bćttu flutn­ings­kerfi raf­orku verđur brátt nóg um ork­una í Eyjaf­irđinum og ţví ekk­ert sem vant­ar nema ákv­arđanir um ný verk­efni til nýt­ing­ar á henni. Und­an­far­in miss­eri hef­ur margt veriđ í bíg­erđ sem sýn­ir kraft­inn sem leyn­ist í Norđaust­ur­kjör­dćmi.

Tćki­fćri lands­hlut­anna verđa svo ađ end­ur­spegl­ast í sókn­aráćtl­un­um ţeirra, en sókn­aráćtlan­ir fela í sér framtíđar­sýn og stefnu heima­manna á stöđu lands­hlut­ans. Lands­hluta­sam­tök sveit­ar­fé­lag­ana gegna mik­il­vćgu hlut­verki í efl­ingu byggđa og ţví er mik­il­vćgt ađ stjórn­völd nýti sér ţekk­ingu heima­manna á áskor­un­um lands­hlut­anna. Ţví er ákaf­lega gott ađ sam­kvćmt stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar verđi sókn­aráćtl­un nýtt til ađ styrkja lands­hlut­ana og svo ađ laga­leg stađa lands­hluta­sam­tak­anna verđi skýrđ gagn­vart verk­efn­um ţeirra.

Ţađ er svo ávallt mik­il­vćgt ađ hiđ op­in­bera sé ekki ađ ţvćl­ast fyr­ir ađ óţörfu og reyn­ir hér á ađ stjórn­völd taka ákvörđun um ađ ein­falda reglu­verk og stand­ast ţá freist­ingu ađ reglu­setja at­vinnu­lífiđ um of. Regl­ur at­vinnu­lífs­ins verđa ađ vera skýr­ar og rétt­lát­ar, hafa til­gang og mark­miđ. Má ţví nefna ann­an já­kvćđan punkt í stjórn­arsátt­mála nýrr­ar rík­is­stjórn­ar ađ stefnt verđi ađ ţví ađ sam­eina Sam­keppnis­eft­ir­litiđ og Neyt­enda­stofu. Verk­efni sem mun efla ís­lenska sam­keppni, neyt­enda­vernd og sam­keppn­is­hćfni Íslands í alţjóđlegu til­liti.

Hlut­verk stjórn­valda er ţannig ekki ein­ung­is fólgiđ í ţví ađ setja lög og regl­ur, held­ur vera glögg ađ ţekkja tćki­fćr­in og hug­rökk í ţví ađ standa ekki í vegi fyr­ir ţeim.


Berglind Ósk Guđmundsdóttir
alţingismađur


Greinin birtist fyrst í Morgunblađinu


Svćđi

Sjálfstćđisflokkurinn á Akureyri  |  Ađsetur: Kaupangi v/ Mýrarveg  |  Ritstjóri Íslendings: Stefán Friđrik Stefánsson | XD-AK á facebook