Aukin verðmætasköpun í matvælaframleiðslu um allt land

Með stofn­un Mat­væla­sjóðs í fyrra vor­um við í krafti ný­sköp­un­ar og þró­un­ar að hvetja til auk­inn­ar verðmæta­sköp­un­ar í ís­lenskri mat­væla­fram­leiðslu. Það hef­ur sjald­an verið eins brýnt og nú enda lyk­il­atriði í kjöl­far Covid-far­ald­urs­ins að okk­ur tak­ist að auka verðmæta­sköp­un um allt land. Nú hef­ur verið opnað fyrr aðra út­hlut­un sjóðsins og ég er sann­færður um að sjóður­inn geti orðið mik­il­væg­ur liður í þeirri efna­hags­legu viðspyrnu sem fram und­an er.

Verk­efni vítt og breitt um landið

Mat­væla­sjóður út­hlutaði í fyrsta skipti í des­em­ber sl. og fengu þá 62 verk­efni vítt og breitt um landið styrk að fjár­hæð 480 millj­ón­ir. Það var enda ein af lyk­i­lá­hersl­um mín­um við stofn­un sjóðsins að hann myndi styrkja verk­efni um allt land og að stuðning­ur við mat­væla­fram­leiðslu yrði sem næst upp­runa henn­ar.

Við Mar­grét Hólm Vals­dótt­ir, formaður Mat­væla­sjóðs, opnuðum í síðustu viku fyr­ir um­sóf­kn­ir í aðra út­hlut­un Mat­væla­sjóðs og er um­sókn­ar­frest­ur til 6. júní nk. Sjóður­inn mun fá 250 millj­óna króna viðbótar­fram­lag á þessu ári og er heild­ar­út­hlut­un­ar­fé sjóðsins alls 630 millj­ón­ir króna. Þessi fjár­veit­ing er liður í áherslu okk­ar um að styrkja á landsvísu enn frek­ar þróun og ný­sköp­un við fram­leiðslu og vinnslu ís­lenskra mat­væla og hliðar­af­urða þeirra úr land­búnaðar- og sjáv­ar­af­urðum.

Mark­mið sjóðsins er að ná til verk­efna á öll­um stig­um, allt frá hug­mynd­um til markaðssetn­ing­ar og hag­nýtra rann­sókna. Sjóður­inn hef­ur fjóra flokka, sem eru:

• Bára styrk­ir verk­efni á hug­mynda­stigi. Styrk­ur úr Báru fleyt­ir hug­mynd yfir í verk­efni.

• Kelda styrk­ir rann­sókna­verk­efni sem miða að því að skapa nýja þekk­ingu.

• Afurð styrk­ir verk­efni sem kom­in eru af hug­mynda­stigi en eru þó ekki til­bú­in til markaðssetn­ing­ar, en leiða af sér afurð.

• Fjár­sjóður styrk­ir sókn á markað. Fjár­sjóður er sam­an­safn verðmætra hluta og styrk­ir fyr­ir­tæki til að koma sín­um verðmæt­um á fram­færi.

Fjár­fest í framtíðinni

Staðreynd­in er sú að ís­lenska þjóðin þarf að auka út­flutn­ings­verðmæti um einn millj­arð á viku næstu tutt­ugu árin, vilji hún halda uppi sömu lífs­kjör­um. Styrk­ir Mat­væla­sjóðs eru því um leið skýr skila­boð; stjórn­völd eru að fjár­festa í framtíðinni. Fjár­festa í auk­inni verðmæta­sköp­un. Við erum að hvetja til auk­inn­ar verðmæta­sköp­un­ar í ís­lenskri mat­væla­fram­leiðslu í nútíð en ekki síður framtíð til hags­bóta fyr­ir allt sam­fé­lagið.

Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra


Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  |  Geislagötu 5   |   Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-AK á facebook  |  XD-NA á facebook