Allar fréttir

Bæjarmálafundur 5. desember

Bæjarmálafundur 5. desember

Bæjarmálafundur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri verður haldinn á veitingastaðnum Bryggjunni mánudaginn 5. desember kl. 17:30. Rætt td um fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2023-2026 en seinni umræða fer nú fram í bæjarstjórn og skipulagsmál. Allir velkomnir - heitt á könnunni.

Umræðufundur með Njáli Trausta og Ásmundi 3. desember

Umræðufundur með Njáli Trausta og Ásmundi 3. desember

Málfundafélagið Sleipnir heldur umræðufund á Bryggjunni laugardaginn 3. desember kl. 11:00. Njáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, og Ásmundur Friðriksson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, flytja framsögu og svara fyrirspurnum. Rætt um stöðuna í stjórnmálunum. Heitt á könnunni - allir velkomnir.

Happy Hour á Berjaya Hótel

Happy Hour á Berjaya Hótel

Kæra Sjálfstæðisfólk! Við ætlum að hittast á Berjaya (áður þekkt sem Icelandair hótelið) fimmtudaginn 24. nóvember og gera okkur glaðan dag og eiga góða stund saman. Byrjum kl. 16:00.

Bæjarmálafundur 14. nóvember

Bæjarmálafundur 14. nóvember

Bæjarmálafundur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri verður haldinn á veitingastaðnum Bryggjunni mánudaginn 14. nóvember kl. 17:30. Rætt td um skipulagsmál, samstarfssamning um Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra, vinabæi og erlend samskipti og loftgæðamál. Allir velkomnir - heitt á könnunni.

Bjarni endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins

Bjarni endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, var endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi um helgina. Hann hlaut tæp 60% atkvæða í baráttu við Guðlaug Þór Þórðarson, umhverfisráðherra. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, utanríkisráðherra, var endurkjörin varaformaður og Vilhjálmur Árnason, alþingismaður, var kjörinn ritari Sjálfstæðisflokksins.

44. landsfundur Sjálfstæðisflokksins um helgina

44. landsfundur Sjálfstæðisflokksins um helgina

44. landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður haldinn helgina 4. - 6. nóvember nk. Hér má finna allar nánari upplýsingar um fundinn.

Bæjarmálafundur 31. október

Bæjarmálafundur 31. október

Bæjarmálafundur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri verður haldinn á veitingastaðnum Bryggjunni mánudaginn 31. október kl. 17:30. Rætt td um lýðheilsuátak, skipulagsmál og fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar en fyrri umræða fer nú fram í bæjarstjórn. Allir velkomnir - heitt á könnunni.

Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  |  Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson   XD-AK á facebook