Umsögn vegna frumvarps um skipulags- og mannvirkjamála á Reykjavíkurflugvelli

Erindi til nefndasviðs Alþingis - umsögn við frumvarp til laga um skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli, 361. mál.

Í janúar síðastliðnum lagði undirritaður til eftirfarandi hugmynd í bæjarstjórn Akureyrar. Hugmyndin snýr að því að allir fjórir alþjóðaflugvellir landsins fari undir skipulagsvald ríkisins. Í þessu samhengi er kannski réttara að tala um skipulagsábyrgð sveitarfélaga eða jafnvel skipulagsskyldu.


Hugmyndin gengur út á að Akureyrarflugvöllur, Egilsstaðar
flugvöllur og Reykjavíkurflugvöllur færu allir undir sameiginlegt skipulagsvald ríkisins og viðkomandi sveitarfélaga. Það er hins vegar spurning hvort löggjafarvaldið vildi áfram koma málum þannig fyrir að Keflavíkurflugvöllur væri áfram undir skipulagsvaldi ríkisins einhliða eða væri sameiginlegt með viðkomandi sveitarfélagi (Sandgerði). Keflavíkurflugvöllur fellur í dag undir skipulagsvald ríkisins þar sem sérstök nefnd/ráð fer með skipulagsmál flugvallarins.

Þannig værum við að tala um að ríkisvaldið færi með almennum hætti með skipulagsvald þeirra fjögra alþjóðaflugvalla sem eru á Íslandi og mynda flugkerfi sem er meginstoðin í flugrekstri okkar Íslendinga. Með því að færa Akureyrarflugvöll og Egilsstaðarflugvöll líka undir sameiginlegt skipulagsvald ríkis og sveitarfélaganna þá væri ekki farið fram með sértækum hætti að einu sveitarfélagi heldur yrði til almenn löggjöf sem tæki tillit til allra alþjóðaflugvalla á Íslandi. Ríkið fer í dag eitt með skipulagsvaldið yfir Keflavíkurflugvelli.
Flugvallanna. Með þessari hugmynd þá væri ekki farið með sértækum hætti að einu sveitarfélagi eins og gert er ráð fyrir í því framvarpi sem er hér til umsagnar.

Með þeirri hugmynd sem ég legg hér fram er ég að leita í smiðju Svía og hugtaksins "Riksintresse" sem þeir nota yfir sína helstu grunninnviði Svíþjóðar og tengist landskipulagi sænska ríkisins. Hún gengur meðal annars út á það að vegna þjóðaröryggishagsmuna Svíþjóðar þá eru helstu innviðir landsins settir undir skipulagsvald ríkisins. Svíar taka ýmsa innviði sína og setja undir hetta hugtak "Riksintresse".

Þar má t.d benda á með líkum hætti og gert var með Bromma flugvöll í Stokkhólmi fyrir nokkrum árum þar sem sænska þingið ákvað að flugvöllurinn yrði á núverandi stað a.m.k til ársins 2038 og flugvöllinn í Kalmar fyrir um hálfu ári síðan þar sem öryggishagsmunir Svíþjóðar voru hafðir að leiðarljósi. Í dag falla um 30 af 100 helstu flugvöllum undir "Riksintresse" þar sem skipulagsvaldið hefur verið tekið af viðeigandi sveitarfélögum og fært undir ríkisvaldið af sænska þinginu vegna öryggishagsmuna Svíþjóðar. Með sama hætti falla vegir, virkjanir, raforkuflutningar, lestarteinar o.s.frv undir "Riksintresse" þar sem sænska þingið telur það rétt vegna þjóðarhagsmuna Svíþjóðar.

Að svo komnu máli telur undirritaður þessa leið þá heppilegustu til að tryggja almannahagsmuni og vill því koma henni á framfæri við umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.

Njáll Trausti Friðbertsson,
bæjarfulltrúi á Akureyri


Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  |  Geislagötu 5   |   Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-AK á facebook  |  XD-NA á facebook