Tökum öll ţátt

Fyrr í dag fjallađi Ríkisútvarpiđ um umkvörtunarefni Félags eldri borgara á Akureyri sem bćnum barst fyrr í vikunni. Í erindinu er ţess krafist ađ gjaldskrárbreytingar Hlíđarfjalls verđi endurskođađar. Félagiđ gerir athugasemdir, fyrir hönd félagsmanna sinna, viđ ţađ sem ţeir kjósa ađ kalla óeđlilegar hćkkanir á gjaldskrá. Erindi ţeirra var tekiđ fyrir á fundi bćjarráđs í gćr og komist var ađ ţeirri niđurstöđu ađ ekki vćri talin ástćđa til ađ endurskođa gjaldskrá Hlíđarfjalls.

Ţađ blasir viđ ađ rekstur skíđasvćđisins í Hlíđarfjalli hefur gengiđ erfiđlega og halli hefur veriđ á rekstrinum. Ţađ má jafnframt vera hverjum manni ljóst ađ rekstur sveitarfélagsins verđur erfiđur á nćstu misserum í ljósi stöđunnar sem uppi er í ţjóđfélaginu. Ţess ber auđvitađ líka ađ geta ađ rekstur skíđasvćđa er langt ţví frá lögbundiđ hlutverk sveitarfélaga og ţar af leiđandi er ţađ morgunljóst ađ sveitarfélaginu ber engin skylda til ađ greiđa međ slíkri starfsemi. Ađgerđirnar sem gripiđ er til međ hćkkun gjaldskrár í Hlíđarfjalli eru ţví ađ mínu mati hvorki ósanngjarnar né óeđlilegar.

Vetraríţróttaparadísin í Hlíđarfjalli er segull inn á svćđiđ fyrir vetrarferđamennsku til Akureyrar og ţess vegna hefur aldrei veriđ mikilvćgara en nú ađ standa vörđ um og styrkja rekstrargrundvöll skíđasvćđisins – Jöfnum leikinn og tökum öll ţátt í ađ styrkja stođir glćsilegustu vetraríţróttamiđstöđvar Íslands!


Ţórhallur Jónsson
bćjarfulltrúi og formađur skipulagsráđs Akureyrarbćjar


Svćđi

Sjálfstćđisflokkurinn á Akureyri  | Ađsetur: Kaupangi v/Mýrarveg  |  Ritstjóri Íslendings: Stefán Friđrik Stefánsson  |  XD-Ak á facebook