Tíu gefa kost á sér í röðun á kjördæmisþingi 3. september

Framboðsfrestur í röðun á kjördæmisþingi Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi um næstu helgi rann út í gær, 29. ágúst.

Tíu gáfu kost á sér. Kosið verður um sex efstu sæti framboðslistans á þinginu á laugardag en kjörnefnd gerir tillögu um skipan listans í heild að því loknu.

Í framboði eru: (innan sviga er sæti sem viðkomandi gefur kost á sér í)

Arnbjörg Sveinsdóttir, bæjarfulltrúi og fyrrum alþingismaður, Seyðisfirði (3.)
Daníel Sigurður Eðvaldsson, fjölmiðlafræðingur, Akureyri (5. -6.)
Elvar Jónsson, laganemi og varaformaður SUS, Akureyri (4.)
Ingibjörg Jóhannsdóttir, nemi, Dalvíkurbyggð (2. - 5.)
Ketill Sigurður Jóelsson, nemi, Akureyri (4.)
Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, Akureyri (1.)
Melkorka Ýrr Yrsudóttir, nemi, Akureyri (4. - 6.)
Njáll Trausti Friðbertsson, bæjarfulltrúi og flugumferðarstjóri, Akureyri (2.)
Valdimar O. Hermannsson, bæjarfulltrúi, Fjarðabyggð (3.)
Valgerður Gunnarsdóttir, alþingismaður, Húsavík (2.)


Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  |  Geislagötu 5   |   Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-AK á facebook  |  XD-NA á facebook