Röðun við val á efstu sætum framboðslista samþykkt

Aukafundur í kjördæmisráði Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi var haldinn í Skjólbrekku í Mývatnssveit í dag. Þar var samþykkt tillaga stjórnar kjördæmisráðsins um að fram fari röðun í kjördæmisráði við val á efstu sex sætum framboðslista flokksins í alþingiskosningum í haust.

Orðrétt er tillagan eftirfarandi:

Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi samþykkir að í aðdraganda alþingiskosninga verði viðhöfð röðun skv. 56. grein skipulagsreglna Sjálfstæðisflokksins við val á framboðslista flokksins í kjördæminu vegna alþingiskosninga 2016.

Kjördæmisráð samþykkir jafnframt skv. 56. grein að raða verði í sex efstu sæti listans og að kjörnefnd verði falið að stilla uppi öðrum sætum.

Kjördæmisráð leggur til að röðunin fari fram á bilinu 27. ágúst til 10. september nk. Endanleg ákvörðun verður í höndum kjörnefndar.

Kjördæmisráð samþykkir að á kjörskrá verði bæði aðal- og varamenn kjördæmisráðs eins og heimild er fyrir í 56. grein skipulagsreglna.


Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  |  Geislagötu 5   |   Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-AK á facebook  |  XD-NA á facebook